Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn í SHA fagna. Þá er ekki úr vegi að líta í Friðarhús á föstudagskvöld. Þar verður ekki á boðstólum súr þorramatur heldur:
* Kjöt í karrý, hrísgrjón, brauð og salat (kokkur: Björk Vilhelmsdóttir)
og
* Grænmetispottréttur (kokkur: Guðrún Bóasdóttir, Systa)
Rithöfundurinn Ármann Jakobsson mætir og les úr bók sinni Vonarstræti.
Borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 1.500.
# # #
Lesendur Friðarvefsins eru hvattir til að kynna sér færslu hér að neðan um mótmæli gegn Nató-forkólfum í Reykjavík. Í niðurlagsorðum segir: En á morgun, fimmtudag, eftir að málþingi NATO líkur, verður móttaka fyrir þátttakendur í seinna málþinginu, og hefst hún klukkan sex. Kannski einhverjir mæti þá aftur fyrir utan hótelið með trumbur og potta og pönnur.