Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

By 29/11/2006 Uncategorized

KokkurFjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa slegið í gegn og að þessu sinni verður efnt til veislu á fullveldisdaginn, föstudaginn 1. desember.

Boðið er upp á jólahlaðborð með glæsilegum matseðli:

Matseðill:
Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti,
gulrótar-appelsínusalati
og sinnepssósu
Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit)
og heimagert rúgbrauð að hætti Systu
Karrýsíld
Bananasíld

Listakonan Alexandra Kjuregej mun koma fram á skemmtuninni.

Kræsingarnar kosta einungis 1.500 krónur. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr að venju.