Feminismi gegn fasisma – 8. mars

By 07/03/2015 Uncategorized

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann 8. mars næstkomandi eins og undanfarin ár. Fundurinn ber yfirskriftina Femínismi gegn fasisma. Við munum leita svara við þeirri krefjandi spurningu hvort stjórnmálaþátttaka kvenna eða hugmyndafræði femínismans geti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka innan Evrópu. Fundurinn verður með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu og verður því boðið upp á pallborðsumræður að loknum framsögum og gestir hvattir til þess að taka þátt í líflegum umræðum um málefnið. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Fundurinn hefst klukkan 15.00 og lýkur kl. 17.00.

Dagskrá:

15.00-15.30 Framsögur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir 
Drífa Snædal

15.30-15.45 Spurningar úr sal
15.45 Hljómsveitin Eva spilar
15.55 Kaffihlé

16.15-17.00 Pallborðsumræður. 
Gyða Margrét Pétursdóttir stýrir umræðum. Auk framsögukvenna eru þátttakendur í pallborði Margrét Steinarsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir.

17.00 Hljómsveitin Eva leiðir fjöldasönginn Áfram stelpur!

Að fundinum standa BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Femínistafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Reykjavíkurborg, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Samtök hernaðarandstæðinga, SFR, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, STRV, Þroskaþjálfafélag Íslands og W.O.M.E.N.

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir!