Skip to main content

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 28. janúar kl. 19. Matseld verður að þessu sinni í höndum MFÍK og er matseðillinn svo sannarlega glæsilegur:

* Kjúklinga- og karrísúpa
* Chile-grænmetissúpa
* Salatþrenna
* Brauð og smjör
* Skyrkaka í eftirrétt

Verð kr. 1.500. Allir velkomnir. Húsið opnar kl. 18:30.

Friðargöngurnar – ólíkir tímar!

By Uncategorized

Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu.

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi, hefjast göngurnar í Reykjavík og á Ísafirði kl. 18.

Á Akureyri verður gangan kl. 20, en dagskrá hennar er sem hér segir:

Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti og út á Ráðhústorg.

Grípum friðarboðskap jólanna og tengjum hann núinu!

Hernaðarmaskína vestrænna stórvelda rennur um Miðausturlönd og lengra austur. Barist er um olíuhagsmuni m.m. Mesta stríð nútímans er háð í Afganistan undir merkjum NATO. Ísland styður hernám landsins.

Sýnum hug okkar um stríðið og friðinn:
– Frið í Afganistan og Írak!
– Burt með árásar og hernámsöflin!
– Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!

Ávarp flytur Gréta Kristín Ómarsdóttir
Söngur: Örn Birgisson og Valmar Väljaots
Kerti verða seld í upphafi göngunnar.

Friðarframtak

Friðargöngur á Þorláksmessu

By Uncategorized

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá áratugi. Þessi ganga er sú 31. Margir líta nú á friðargönguna sem ómissandi þátt í jólaundirbúningi fjölskyldunnar og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja þar sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið bæði á Akureyri og á Ísafirði

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að venju fyrir blysför niður Laugaveginn í Reykjavík fimmtudaginn 23.desember. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi áður en gangan leggur af stað.

Í lok göngunnar verður stuttur fundur á Ingólfstorgi þar sem Steingerður Hreinsdóttir, alþjóða þróunarfræðingur ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands flytur ávarp en fundarstjóri er Árni Pétur Guðjónsson leikari. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Samstarfshópurinn minnir á að málstaður og rök friðarsinna skipta jafn miklu máli nú og fyrir þrjátíu árum. Stöðugt berast fregnir af ofbeldisverkum þjóða á milli og innan samfélaga. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist á stríðunum í Írak og Afganistan.

Á Ísafirði: Lagt verður af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 og gengið niður á Silfurtorg þar sem verður hefðbundin dagskrá með tónlist, ljóðum og mæltu máli.
Ræðumaður er Martha Ernstdóttir.

Samstarfshópur friðarhreyfinga:
Changemaker, ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar
Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samhljómur menningarheima
Samtök hernaðarandstæðinga
SGI á Íslandi mannúðar og friðarsamtök búddista

Nánari upplýsingar gefa:
Steinunn Þóra Árnadóttir. Sími: 690-2592/551-2592 & Guðrún V. Bóasdóttir. Sími: 891-9809

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

By Uncategorized

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari fréttatilkynningu:

Gengið verður um Hólastað,
sunnudaginn 19. desember.
Mæting er við Háskólann á Hólum,
lagt verður af stað kl. 19.40.
Kyndlar á staðnum á kostnaðarverði.
Á eftir er tilvalið að njóta tónleika
Skagfirska kammerkórsins
sem hefjast kl. 20.30.

Klæðið ykkur vel!