Skip to main content

Njósnað um gest SHA!

By Uncategorized

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október kl. 20 í Friðarhúsi. Hann hefur í gegnum tíðina starfað með fjölda samtaka sem berjast á sviði umhverfis- og friðarmála. Nú síðast með friðarhópi Greenpeace í Lundúnum.

Hópurinn er þessa daganna mjög til umræðu í breskum fjölmiðlum, vegna nýs njósnahneykslis sem upp er komið. Breskur lögreglumaður í dulargerfi gerðist flugumaður í hópnum og minnir málið talsvert á mál njósnarans Mark Kennedy, sem meðal annars kom að mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun. Fjallað er um málið í The Guardian og er Martyn Lowe meðal viðmælenda blaðsins. Hann hefur raunar fjallað nokkuð um það á bloggsíðu sinni síðustu daga.

Lowe mun meðal annars fjalla um þessi njósnamál á fundinum á miðvikudag. Allir velkomnir.

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

By Uncategorized

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er koma breska róttæklingsins og friðarsinnans Martyn Lowe til landsins.

Martyn Lowe hefur áratuga reynslu af baráttu á sviði friðarmála, ekki hvað síst í þágu baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Nánar má fræðast um ferilskrá hans hér.

Þótt Lowe sé kominn á eftirlaun, hefur hann sjaldan verið virkari. Um þessar mundir hefur hann t.d. sérstaklega sinnt baráttu gegn vígvæðingu í almennum vörusiglingum, sem réttlætt hefur verið með auknum sjóránum. Bloggsíða Martyns Lowe varpar ljósi á fjölbreytt áhugamál hans.

Allir velkomnir.

Málsverður frestast

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting þar á. Næsti málsverður verður föstudagskvöldið 4. nóvember og þarnæsti fös. 2. desember.

Ríkisfang: Ekkert

By Uncategorized

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun mæta og fjalla um bók sína Ríkisfang: Ekkert. Bókin hefur fengið geysilega góða dóma en í henni segir Sigríður sögu átta einstæðra kvenna sem flúðu skelfilegar aðstæður í Al Waleed-flóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi.

Léttur kvöldverður verður seldur á hóflegu verði (1000kall) í upphafi fundar. Húsið opnar kl. 18.30.

Málþing í þágu friðar

By Uncategorized

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar:

Á morgun laugardaginn 15. október verður opið málþing á vegum Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Málþing í þágu friðar í Hörpunni. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. Í tilefni tímamótanna hefur Reykjavíkurborg efnt til ýmissa viðburða þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á hlutverk friðarhreyfinga, friðarrannsókna og afvopnunarmála í samtímanum og í sögulegu samhengi og er málþingið liður í þeirri dagskrá.

Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Rebecca Johnson. Dr Johnson er virtur fræðimaður og eftirsóttur alþjóðlegur ráðgjafi á sviði vopnaeftirlits, afvopnunar og friðarrannsókna. Hún veitir ráðgjafa- og rannsóknarstofnununni Acronym Institute for Disarmament Diplomacy forstöðu og vinnur einnig í sjálfboðastarfi fyrir frjáls félagasamtök sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna og réttindum kvenna. Aðrir frummælendur eru m.a. Jón Gnarr borgarstjóri og Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Í lok málþingsins verða pallborðsumræður sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi stýrir. Þátttakendur í pallborði eru:

Stefán Pálsson sagnfræðingur, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og stjórnmálaskýrandi
Alyson Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst
Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ.

Málþingið fer fram í sal í Hörpunni sem nefnist Rími og hefst klukkan 13.00
Aðgangur er ókeypis.