Skip to main content

Meistaramánuður Nató – ályktun frá SHA

By Uncategorized

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands:

Í rúm ellefu ár hefur hernaðarbandalagið Nató staðið fyrir reglubundnum mannskæðum árásum í Afganistan og í seinni tíð einnig í Pakistan, meðal annars með fjarstýrðum hernaðarvélmennum. Mikið mannfall hefur orðið í þessum árásum og gríðarlegur fjöldi almennra borgara misst lífið.

Ljóst er að Nató hefur engan vilja til að hverfa frá þessum hernaði sínum og stríðið í Afganistan teygist áfram út í hið óendanlega. Í ljósi þessa einbeitta drápsvilja bandalagsins, vilja Samtök hernaðarandstæðinga þó koma á framfæri áskorun til utanríkisráðhera Íslands, að hann beiti sér fyrir því á vettvangi bandalagsins að Nató taki upp svokallaðan „meistaramánuð“.

Í „meistaramánuði Nató“, sem gæti sem best verið í desember, myndi bandalagið einsetja sér það að drepa engin börn. Þetta er vissulega djarfhuga markmið í ljósi þess að meira en áratug hefur ekki liðið vika án drápa Nató á almennum borgunum: konum, körlum og börnum. En einu sinni er allt fyrst.

SHA trúa því og treysta að utanríkisráðuneyti Íslands taki vel í tillöguna og beiti sér fyrir henni á vettvangi hernaðarbandalagsins.

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

By Uncategorized

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og hvöttu íslenskar sveitarstjórnir til að samþykkja friðlýsingu sína fyrir kjarnorku-, efna- og sýklavopnum. Skemmst er frá því að segja að árangurinn varð vonum framar. Fyrstu misserin sóttist baráttan hægt, en að lokum tókst að fá velflest sveitarfélög til að gera slíkar samþykktir og mun árangurinn hér á landi vera betri en í velflestum öðrum löndum.

Tvær af þeim fimm sveitarstjórnum sem ekki höfðu fengist til að samþykkja friðlýsingu hafa nú breytt afstöðu sinni. Það eru Sandgerðisbær og Vogar á Vatnsleysuströnd. Íbúum þessara sveitarfélaga er því innilega óskað til hamingju með að bætast í hóp hinna friðlýstu, sem leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar í heiminum.

Þrjú sveitarfélög hafa þó enn ekki sinnt kallinu. Það eru Reykjanesbær, Skútustaðahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur.

If you wish to make an apple pie from scratch, you must first invent the universe.

Carl Sagan