Skip to main content

Fyrsti fundur miðnefndar

By Uncategorized

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum, en þar verður meðal annar lagt á ráðin um helstu atriði næsta starfsárs.

Íslendingar hafni pyntingum

By Uncategorized

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, fái að millilenda á Íslandi með fanga sem verið er að flytja í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyntaðir. Þess er krafist að íslensk stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir til að útiloka að land og lofthelgi Íslands séu misnotuð til slíkra verka og til annarra brota á þjóðarrétti.
Samtökin benda á að Bandaríkin brjóta með kerfisbundnum hætti réttindi fanga og alþjóðarétt. Ísland á að segja sig úr samtökum sem lúta forystu lögbrjóta og pyntingarmeistara.

Ályktun um brottför hersins

By Uncategorized

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að segja beri upp hinum svokallaða “varnarsamningi” Íslands og Bandaríkjanna og að herstöðinni á Miðnesheiði skuli lokað tafarlaust.