Skip to main content

Líflegar baráttuaðferðir

By Uncategorized

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi.

Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni er helgaður óhefðbundnum baráttuaðferðir. Hvernig geta friðarsinnar komið boðskap sínum á framfæri svo eftir verður tekið? Getum við búið í haginn fyrir aðgerðir framtíðarinnar? Hvað eigum við að gera næst þegar vígbúið herskip mætir í Reykjavíkurhöfn með sólarhrings fyrirvara?

Birgitta Jónsdóttir skáldkona og friðarsinni mun opna umræðurnar, sem eflaust verða frjóar og skemmtilegar. Húsið verður opnað kl. 20 en formleg dagskrá heft um hálftíma síðar.

Kaffiveitingar verða á boðstólum og léttar veitingar á vægu verði.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

By Uncategorized

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 til 17:30. Á dagskránni verða fjölmörg erindi um friðarmál, kynningar á félagasamtökum sem hafa baráttumál þessi á stefnuskrá sinni og tónlistaratriði.

Líflegar baráttuaðferðir

By Uncategorized

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um óhefðbundnar baráttuaðferðir. Hvernig geta friðarsinnar komið boðskap sínum á framfæri svo eftir verður tekið? Getum við búið í haginn fyrir aðgerðir framtíðarinnar?

Birgitta Jónsdóttir skáldkona og friðarsinni mun opna umræðurnar, sem eflaust verða frjóar og skemmtilegar. Húsið verður opnað kl. 20 en formleg dagskrá heft um hálftíma síðar.

Kaffiveitingar verða á boðstólum og léttar veitingar á vægu verði.

Það vantar spýtur og það vantar sög…

By Uncategorized

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að funda auk þess sem byrjað er að falast eftir húsnæðinu fyrir samkomur annarra félagasamtaka, en unnt er að leigja Friðarhús undir ýmis konar fundi og samkomur.

Til að bæta aðstöðuna enn frekar vantar þó eitt og annað, sem gott væri að fá gefins frá félagsmönnum eða öðrum velunnendum friðarstarfs. Meðal þess sem vantar er:

* Mjó eldavél (50 cm)
* Sjónvarpstæki
* Myndbandstæki
* Standur (eða standar) fyrir yfirhafnir

Einnig vantar eitt og annað í eldhúskrókinn, sem og dót í barnahornið.

Netfang SHA er sha@fridur.is

Nefndin

Miðnefnd skiptir með sér störfum

By Uncategorized

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er raunar að taka fram að fundir miðnefndar eru alltaf opnir félagsmönnum, en það er fyrst nú með tilkomu Friðarhússins að unnt hefur verið að auglýsa þá sem skyldi.

Á fundinum var rætt vítt og breitt um framtíðarverkefni SHA og var andinn mjög góður á fundinum. Í samræmi við lög félagsins skipti miðnefnd með sér störfum. Stefán Pálsson var endurkjörinn formaður og Sigurður Flosason gegnir sem fyrr embætti gjaldkera. Er þetta í síðasta sinn sem miðnefnd kýs sér sjálf formann, því á landsráðstefnu sl. laugardag var samþykkt með eins atkvæðis mun lagabreyting sem felur það í sér að formaður verður eftirleiðs valinn í beinni kosningu. Lög SHA má sjá hér.

Fyrir fundinn var ljóst að velja þyrfti nýjan ritara SHA, þar sem fráfarandi ritari félagsins, Einar Ólafsson, gekk úr miðnefnd og einbeitir sér nú að starfi ritstjóra Friðarvefsins. Í stað hans varð fyrir valinu Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðinemi.