Skip to main content

Munið morgunkaffið 1. maí

By Uncategorized

ganga Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. Ómissandi upphitun fyrir kröfugönguna!

Að kvöldi 1. maí verður opið í Friðarhúsi, þar sem gestir og gangandi geta rekið inn nefið og spjallað yfir kaffibolla.

Morgunfundur á Akureyri 1. maí kl. 10.30. Sjá hér

Dagskrá 1. maí í Reykjavík:

Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00. Gangan leggur af stað kl. 13.30. Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10. og áætlað að honum ljúki kl. 15.00.

Ávarp fundarstjóra: Ágúst Þorláksson, Efling – stéttarfélag
Ávarp: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna
Tónlist: Ragnheiður Gröndal og hljómsveit
Ávarp: Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Gamanmál: Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson, leikarar
Ávarp: Guðni Rúnar Jónasson, formaður Iðnnemasambands Íslands
Tónlist: Ragnheiður Gröndal og hljómsveit.
Fundarstjóri slítur fundi. „Internationalinn“ sunginn. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika undir.

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík
BSRB
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Iðnnemasamband Íslands

Friður, réttlæti og lýðræði – New York 29. apríl

By Uncategorized

29.april.06 Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. Það er friðarbandalagið United for Peace and Justice sem stendur fyrir þessu ásamt ýmsum fleiri samtökum, svo sem Friends of the Earth, U.S. Labor Against the War, National Organization for Women og Veterans For Peace. Samtökin The Troops Out Now Coalition skipuleggja einnig aðgerðir þennan dag.

Einnig verða aðgerðir og fundir í allmörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum.

Kjörorð dagsins eru:

Stöðvið stríð í Írak!
Kallið herliðið heim!
Ekkert stríð gegn Íran!
Virðið réttindi innflytjenda og kvenna!

Sjá www.april29.org/

Málsverður og morgunkaffi

By Uncategorized

KokkurFöstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. Borðhald hefst kl. 19 og kostar maturinn litlar 1.000 krónur.

Á matseðlinum eru suðræn fiskisúpa a la Björk & vistvæn brauð frá Brauðhúsinu.

Baldvin Halldórsson leikari les ljóð.

* * *

gangaAð morgni mánudagsins 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. Ómissandi upphitun fyrir kröfugönguna!

Að kvöldi 1. maí verður opið í Friðarhúsi, þar sem gestir og gangandi geta rekið inn nefið og spjallað yfir kaffibolla.

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

By Uncategorized

Morgunfundur 1. maí 2006
Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30

Stefna – félag vinstri manna heldur árlegan morgunfund á baráttudegi
verkalýðsins, í áttunda sinn á Mongo sportbar, Kaupangi 10.30

Kjörorð Stefnu eru nú þessi:

• Aðeins grasrótar- og samtakabarátta alþýðu gefur sigra.
• Vinnu við hæfi handa öllum.
• Gegn markaðsvæðingu og einkavæðingu.
• Gegn stóriðjustefnu stjórnvalda.
• Gegn sölu lands, vatns og sjálfstæðis.
• Höfnum Evrópusambandsaðild.
• Gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði.
• Jafnrétti kynjanna.
• Írak: Hernámsöflin burt. Ísland úr stríðsliðinu.
• Ísland úr NATO – segjum herstöðvarsamningnum upp.

Ræðumaður dagsins er Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður.

Atli hefur getið sér gott orð fyrir flutning mála sem snerta mannréttindi,
réttindi launafólks, jafnrétti kynja, kynferðisbrot o. fl. Þessar vikurnar
situr hann á Alþingi.

Steinunn Rögnvaldsdóttir menntaskólanemi syngur og meira verður sungið og
lesið upp sem snertir málstað dagsins.

Allir velkomnir.

Stefna – félag vinstri manna