Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.
Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst kl. 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, þ.á.m. kosning stjórnar.
Hluthafar í Friðarhúsi eru eindregið hvattir til að mæta og ræða málefni hússins. Fundurinn er þá aðeins löglegur að hann sitji eigendur meirihluta félagsins.
Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna
Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn 1. maí og fjallaði þar um mismundi ímynd hinna ýmsu forseta Bandaríkjanna, þar sem annarsvegar eru um að ræða hauka á borð við Ronald Reagan og George W. Bush og hinsvegar frjálslynda friðarsinna eins og John F. Kennedy og Bill Clinton. Stefán bendir hins vegar á að goðsögnin um hina síðarnefndu stenst ekki og stefna Bush-stjórnarinnar er í beinu framhaldi af stefnu Clinton-stjórnarinnar.
Greinina má nálgast hér
Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí
Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, upp undir hundrað manns munu hafa komið. Síðan var gengið undir kröfuspjöldum og fánum, rauðum fánum, friðarfánum og palestínska fánanum, út á Hlemm þar sem slegist var í hóp annars göngufólks. Í Ríkisútvarpinu var sagt að í göngunni hafi verið um 400 manns. Þykir okkur herstöðvaandstæðingum orðin völlur á okkur ef fjórði hver maður í göngu verkalýðsfélaganna 1. maí byrjar á að mæta í morgunkaffi í Friðarhúsi. En auðvitað var þessi tala fjarri lagi.
Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.