Skip to main content

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

By Uncategorized

stjornAðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um rekstur og öflun hlutafjár hafa gengið eftir, en nokkuð átak er þó eftir til að standa skil á lokahluta útborgunarinnar um miðjan júnímánuð.

Hina nýju stjórn skipa (aðal- og varamenn): Árni Hjartarson, Elvar Ástráðsson, Freyr Rögnvaldsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sverrir Jakobsson og Þórður Sveinsson.

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

By Uncategorized

Rumsfeld „Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á hann [þ.e. Geir Haarde, utanríkisráðherra] né aðra ráðherra í ríkisstjórninni, að við völdin í Washington sitja nú stórhættulegir stríðsmangarar, menn sem ekki einu sinni útiloka að beita kjarnorkuvopnum gegn öðrum ríkjum!“ Hann vitnar síðan í nýlega grein í New Yorker þar sem staðhæft er að í hernaðaráformum Bandaríkjastjórnar gegn Íran sé þeim möguleika haldið opnum að varpa kjarnorkusprengjum á Íran. Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa verið að þróa nýjar tegundir kjarnorkuvopna, „smásprengjur“ (svo sem 2/3 af styrk Hírósíma-sprengjunnar) sem eru t.d. taldar henta í átökum við ríki eins og Íran og kom jafnvel til álita að nota þær við innrásina í Írak.

Um það hefur m.a. Michel Chossudovsky, prófessor við Háskólann í Ottawa, fjallað nýlega í tveimur greinum á vefnum GlobalResearch.ca.

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

By Uncategorized

Ã?slenskur hermaður í Kabúl Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. Hann veltir fyrir sér hvort íslenska friðargæslan sé í raun íslenskur her og skoðar meðal annars titla og tignarmerki auk ljósmynda á vefsíðunni http://www.freerepublic.com/~leifur/, en þaðan er myndin tekin sem hér fylgir. Undir lok greinar sinnar segir Jón: „Nú kann vel að vera að enn sé litið svo á að Íslendingar séu herlaus þjóð, en það verður æ erfiðara að fella það að staðreyndum. Getur herlaus þjóð sent majora, kapteina, korporála og ofursta til fjarlægra landa? “

Grein Jóns má lesa hér:
http://kistan.is/efni.asp?n=4630&f=4&u=98