Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.
Í lok mars minnast friðarsinnar upphafs innrásarinnar í Írak og inngöngu Íslands í NATO. Opinn fundur f. einstaklinga og félagasamtök í Friðarhúsi til að leggja drög að dagskrá aðgerða.
Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.
Eins og lesendum þessarar síðu ætti að vera kunnugt, var nafni SHA breytt á landsfundi í nóvember sl. Félagið heitir nú Samtök hernaðarandstæðinga.
Þrátt fyrir samþykkt landsfundarins má segja að það hafi verið fyrst í þessari viku sem nafnbreytingin gekk endanlega í gegn. Nú fyrst hefur nefnilega fyrirtækjaskrá Ríkisskattsstjóra samþykkt breytinguna og fært hana inn í þjóðskrá. Kennitala félagsins er vitaskuld sú sama og fyrr, en í leiðinni var lögheimilið flutt í Friðarhús, Njálsgötu 87.