Skip to main content

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

By Uncategorized

nobases Á ráðstefnu í Quito í Ekvador 5.-9. mars var stofnað alþjóðlegt bandalag til baráttu gegn erlendum herstöðvum. Á ensku heitir þetta bandalag fullum stöfum International Network for the Abolition of Foreign Military Bases en í daglegu tali verður það nefnt No Bases Network. Á íslensku mætti einfaldlega kalla það Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga. Hugmyndin að þessum samtökum varð til í kjölfar innrásarinnar í Írak fyrir fjórum árum og fyrst sett fram á ráðstefnu friðarhreyfinga í Djakarta í Indónesíu í maí 2003. Þá var settur upp póstlisti á netinu sem Samtök herstöðvaandstæðinga hafa átt aðild að og í reynd hafa þessi samtök verið að mótast síðan. Á ráðstefnunni í Quito voru um 1000 manns frá 30 löndum. SHA gátu því miður ekki sent fulltrúa en sendu kveðju á ráðstefnuna og munu starfa með þessu alþjóðlega bandalagi gegn erlendum herstöðvum hvarvetna í heiminum.

Nánari fréttir frá ráðstefnunni og stofnun samtakanna munu birtast innan tíðar hér á Friðarvefnum.

Sjá nánar: www.no-bases.org og Inter Press Service

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

By Uncategorized

clarazetkin Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Hugmyndina að sérstökum baráttudegi kvenna átti Clara Zetkin, þýsk kvenréttindakona og sósíalisti, sem bar hana fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910.

Fundurinn mun hafa verið haldin í því húsi sem seinast var kallað Ungdomshuset og var frægt nú á dögunum og svo rifið til grunna.

Nánari upplýsingar um sögu dagsins má finna á vef Kvennasögusafnsins.

Dagskrá fundarins

Róttæklingabíó á þriðjudegi

By Uncategorized

Alla þriðjudaga í febrúar standa SHA og bókasafnið Andspyrna fyrir sýningum á heimildarmyndum í Friðarhúsi. Um er að ræða myndir sem fjalla um stjórnmálabaráttu í ýmsum löndum.

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

By Uncategorized

Næstu þriðjudaga munu SHA og róttæka bókasafnið Andspyrna standa fyrir kvikmyndasýningum í Friðarhúsi á þriðjudögum.

Þriðjudaginn 6.mars kl. 18 verður sýnd heimildarmyndin “Kókoshnetubyltingin”, sem segir frá hópi íbúa Papúa Nýju Gíneu, sem reis upp gegn ofríki erlends stórfyrirtækis, Rio Tinto og unnu frægan sigur. Allir velkomnir.