Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í mars. Að þessu sinni verður sýn sænska heimildarmyndin Terrorists!
Seldur verður matur á vegum Andspyrnu-fólks.
Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í mars. Að þessu sinni verður sýn sænska heimildarmyndin Terrorists!
Seldur verður matur á vegum Andspyrnu-fólks.
Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna í BNA um að friður sé að komast á í landinu, er ekkert lát á óöldinni í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina.
Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð.
Dagskráin hefst kl. 20.
Ávörp flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar
Tónlistaratriði:
XXX Rottweilerhundar,
Ólöf Arnalds
& Vilhelm Anton Jónsson
Upplestur:
Bragi Ólafsson
Kynnir:
Davíð Þór Jónsson
Hinir staðföstu stríðsandstæðingar eru:
Samtök hernaðarandstæðinga
MFÍK
Þjóðarhreyfingin – með lýðræði
Ung vinstri græn
& Ungir Jafnaðarmenn
Á dögunum bárust þær gleðilegu fregnir að sveitarstjórnin í Garði hafi samþykkt friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir kjarnorkuvopnum. Garðurinn er þar með fyrsta sveitarfélagið á Suðurnesjum sem stígur þetta skref.
Hin fjögur sveitarfélögin á Reykjanesskaga: Grindavík, Reykjanesbær, Sandgerði og Vogar hafa enn ekki séð ástæðu til slíkrar samþykktar. Auk þeirra eru Garðabær, Skútustaðahreppur & Grímsnes- og Grafningshreppur á móti.
Því verður illa trúað að afstaða sveitarstjórnarmanna á þessum sjö stöðum sé í samræmi við vilja íbúanna og er óskandi að þeir sjái að sér og endurskoði afstöðu sína hið fyrsta. Markmiðið er að hvert einasta sveitarfélag á Íslandi hafi gert samþykktir af þessu tagi.
Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir um þjóðfélagsleg málefni og hefjast sýningar kl. 18.
Í tengslum við myndasýningarnar býður Andspyrnu-fólk upp á grænmetisrétti gegn vægu verði, en tekjurnar renna m.a. til að greiða lögfræðikostnað danskra anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn.
Myndin á þriðjudagskvöldið er Terrorister – en film om dom dömda. Hún er sænsk, með enskum texta og fjallar um ungmenni sem handtekin voru og hlutu dóma eftir fræg and-hnattvæðingarmótmæli í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Rætt er við mótmælendur og rakið hvernig stjórnmálaþátttaka þeirra byrjaði.
* * *
Meðan á sýningu myndarinnar stendur, geta vinnufúsar hendur varið hluta orku sinnar í að líma á Dagfara, fréttabréf SHA, sem sendur verður út til félagsmanna í kjölfarið.
Rétt er því að minna félagsmenn sem flutt hafa búferlum á að tilkynna breytt aðsetur, t.d. með því að senda póst á sha@fridur.is
Göngugarpar í röðum félagsmanna eru sömuleiðis hvattir til að gera sér ferð í Friðarhús á þriðjudagskvöldið og sækja Dagfara til útburðar í sínu hverfi. Póstburðargjöld eru svívirðilega há og íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins. Það munar því um hvert blað sem ekki þarf að senda með póstinum.
Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.