Skip to main content

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

By Uncategorized

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi:

Aðalfundur Kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi haldinn 17.11.07 leggur áherslu á að Íslandi marki sér sjálfstæða utanríkisstefnu og því aðeins eigi landið erindi inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna að það notfæri sér möguleika sína til frumkvæðis í friðar- og afvopnunarmálum.

Möguleikar okkar hvíla á sögulegum, menningarlegum og landfræðilegum grunni.

Fundurinn lýsir fullum stuðningi við lýðræðislegt samstarf allra ríkja, sem liggja að Norður-Íshafi á þeim grunni, sem Norðurlandaráð er að móta.

Fundurinn hafnar því að hægt sé að tryggja heimsfrið með hervaldi og hótunum og bendir á að fjárráðstöfun í Íraksstríðið, sem ekki sér fyrir endann á og háð er með samþykki fyrrum ríkisstjórnar Íslands, er margfalt meiri en öll aðstoð sömu þjóða til þróunaraðstoðar.

Fundurinn telur einu raunhæfu leiðina til að sporna gegn útbreiðslu gereyðingarvopna að allar þjóðir, sem yfir þeim ráða geri heiminum (Sameinuðu Þjóðunum) grein fyrir sínum birgðum og leggi fram áætlun um eyðingu þeirra undir gagnkvæmu eftirliti.

Fundurinn harmar að núverandi utanríkisráðherra Íslands skuli hafa gert þjóðinni þá smán að semja um aukin hernaðarumsvif á Íslandi frá mörgum grannríkjum okkar þegar létt hafði verið af landinu óværu bandarísks hers. Þeim fjármunum sem verja á í tilgangslausar og varasamar hernaðaræfingar hér á landi væri betur varið í að efla borgaralega björgunarstarfsemi, almannavarnir, styrkja björgunarsveitir, efla varnir gegn mögulegum mengunarslysum á hafinu og þar fram eftir götunum. Með uppsögn herverndarsamningsins svokallaða og úrsögn úr NATÓ jukust stórlega möguleikar Íslands til forystu í friðarmálum á heimsvísu.

Loks krefst fundurinn þess að liðsafli Íslendinga verði kallaður heim frá Afganistan og þátttaka Íslands í friðargæsluverkefnum verði endur skipulögð og byggi eftirleiðis alfarið á borgaralegum grunni án nokkurra tengsla við hernaðarstarfsemi.

Hver eru grunngildin?

By Uncategorized

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19.

Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi þess að lögreglan óskaði eftir að Miriam Rose, sem hefur tekið þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland hópsins, yrði vísað úr landi. Röksemd lögreglunnar var að hún hefði brotið gegn grundvallargildum samfélagsins.

Framsögu hefur Miriam Rose og mun hún lýsa málinu frá sinni hlið og greina frá hver hún telur íslensk grunngildi vera.

Á eftir framsögu hennar verða pallborðsumræður. Þar verða Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Viðar Þorsteinsson heimspekingur.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar í síma 562 8565 / 844 8645

ReykjavíkurAkademían er til húsa í JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð.

http://www.akademia.is/frett.aspx?fid=398

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

By Uncategorized

dufaOpinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19

Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala um Íran en þær eru nýlega komnar þaðan.

Léttur kvöldverður seldur í upphafi fundar
– listakokkurinn Veróníka S.K. Palaniandy (Rúbý) eldar.

Félagar í Samtökum kvenna af erlendum uppruna (WOMEN) eru sérstaklega boðnar velkomnar á fundinn.
Fundurinn er öllum opinn

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

By Uncategorized

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið voru umræður um hana. Skýrsluna og umræðurnar má nálgast á vef Alþingis: www.althingi.is/altext/135/11/l08103008.sgml
Skýrsluna er líka að finna á vef utanríkisráðuneytisins.

Miðvikudaginn 7. nóvember voru umræður á Alþingi um fyrirspurn þingmannanna Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í starfsemi NATO, m.a. í Afganistan. Fyrirspurnina og umræður um hana má nálgast á vef Alþingis: www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=74