Skip to main content

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

By Uncategorized

nato euFélagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20.

Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum á síðustu misserum. Sambandið hefur tekið stór skref í átt að sameiginlegri utanríkisstefnu og hugmyndir um sameiginlega varnar- og öryggisstefnu hafa verið ofarlega á blaði. Hvert stefnir Evrópusambandið í hernaðarmálum?

* Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og félagi í SHA reifar hernaðarstefnu ESB eins og hún birtist m.a. í Lissabonsáttmálanum.

Almennar umræður.

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

By Uncategorized

DSC05533

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin

1949 til 2009: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar.
Innsýn í sögu mótmæla með ljósmyndum og veggspjöldum.

Nýjar ljósmyndir frá þátttakendum í mótmælum vetrarins. Sterkar hugsjónir og þrautseigja þegar þjóðinni var að endingu ofboðið en stutt er í örvæntingu og ofbeldi.

Sýningin er opin á laugardögum og sunnudögum í apríl klukkan 13 til 16.

Sýningarstjóri er Harpa Stefánsdóttir.

Upplýsingar gefa Elvar Ástráðsson sími 868 3354 og Stefán Pálsson sími 617 6790

DSC05528

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

By Uncategorized

kjorklefi4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland
þjóni einhverjum tilgangi – sé svo, með hvaða hætti?

Framsóknarflokkur:

Þar sem eitt hlutverk NATO er að vera varnarbandalag aðildarþjóðanna teljum við mikilvægt að nærvera NATO sé sýnileg jafnvel þó að það sé ekki varanlegt ástand, m.a vegna fælingarmáttar sem í því felst.

Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni):

Hreyfingin telur að við þurfum að sinna fyrst þeirri bráðu vá sem steðjar að heimilum landsins og stigvaxandi atvinnuleysi. Ég upplifi ekki að loftrýmiseftirlit sé eitthvað sem skynsamlegt sé að sóa fjármunum í.

Samfylkingin:

Loftrýmiseftirlit hefur þann tilgang að gæta að lofthelgi landsins og tryggja reglubundið eftirlit. Þannig fá flugsveitir nágrannaríkja okkar, sem þyrftu að veita okkur aðstoð á hættutímum, tækifæri til að kynnast aðstæðum hér við land. Jafnframt er viðhaldið rétti okkar til eftirlits og gæslu öryggis í lofthelgi okkar og komið í veg fyrir að aðrar þjóðir líti á lofthelgi Íslands og íslenska flugumsjónarsvæðið sem einskismannsland. Tíðni slíks eftirlits er hins vegar atriði sem sjálfsagt er að hafa til stöðugs endurmats í ljósi efnahagsástands og hættumats á hverjum tíma.

Vinstri græn:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð sér engan jákvæðan tilgang með þessum herflugsæfingum.