Friðarhús er í útláni þetta kvöld.
Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató í vor. Samtök hernaðarandstæðinga áttu þrjá fulltrúa í aðgerðum þessum: Hörpu Stefánsdóttur, Elías Jón Guðjónsson og Kára Pál Óskarsson.
Mánudagskvöldið 25. maí munu þremenningarnir rekja ferðasögu sína í máli og myndum, en auk þess að fylgjast með fjölskrúðugum mótmælum og hörðum aðgerðum lögreglunnar, komust þau í kynndi við fjölda fólks úr hinni alþjóðlegu friðarhreyfingu og viðuðu að sér upplýsingum.
Fundurinn hefst kl. 20 í Friðarhúsi. Allir velkomnir.
Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar þar sem fjallað verður um Rússland og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu.
Framsögumaður verður Haukur Hauksson, magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, þaulreyndur fararstjóri og fyrrum fréttaritari RÚV í Moskvu. Allir velkomnir.
Friðarhús er í útláni þennan dag.
Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.