Skip to main content

Ný miðnefnd SHA

By Uncategorized

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. Hana skipa:

Auður Lilja Erlingsdóttir
Elías Jón Guðjónsson
Halldór Smárason
Haukur Þorgeirsson
Hildur Lilliendahl
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Sigurður Flosason
Stefán Pálsson (formaður)
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Þorvaldur Þorvaldsson
Þórir Hrafn Gunnarsson
Þórunn Ólafsdóttir

Betur verður fjallað um tíðindi fundarins á þessum vettvangi á næstu dögum.

Veisla ársins

By Uncategorized

Systa eldarHinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið árvissa jólahlaðborð SHA, en landsráðstefna samtakanna verður sett fyrr um daginn.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, en á matseðlinum er m.a. sænsk jólaskinka og fjölbreytt heimatilbúið meðlæti, s.s. heit lifrarkæfa, síld og reykt nautatunga. Hnetusteik fyrir grænmetisætur.

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson mætir og tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir – skynsamlegt er að mæta tímanlega.

Dagskrá landsfundar SHA

By Uncategorized

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember.

Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, á undan hátíðarmálsverði Friðarhúss sem hefst kl. 19.

Á laugardeginum verða svo hefðbundin aðalfundarstörf frá kl. 11, en að loknum hádegismat verða flutt erindi af nýafstöðnu málþingi Norðurlandsdeildar SHA um friðar- og afvopnunarmál.

1. “Vald fjöldans: Andspyrna gegn heimsvaldabrölti í hnattvæddum heimi”. Edward Huijbens, dósent við HA fjallar um hugmyndir Michael Hardt og Antonio Negri um birtingarmyndir Valdsins og möguleika á andspyrnu gegn þeim

2. “Vestræn hernaðarstefna – sókn og hrunadans“. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, fjallar um hernaðarhyggju eftir tíma kalda stríðsins.

Þinginu lýkur svo eigi síðar en kl. 17.

Fundað á Akureyri

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 22. nóvember 2009 í sal Zontafélagsins á Akureyri, Aðalstræti 54A, klukkan 14.00.

Erindi:

1. “Vald fjöldans: Andspyrna gegn heimsvaldabrölti í hnattvæddum heimi”. Edward Huijbens, dósent við HA fjallar um hugmyndir Michael Hardt og Antonio Negri um birtingarmyndir Valdsins og möguleika á andspyrnu gegn þeim

2. “Vestræn hernaðarstefna – sókn og hrunadans“. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, fjallar um hernaðarhyggju eftir tíma kalda stríðsins.

Fundurinn er opin öllum. Farið verður fram á 500 króna kaffigjald frá þeim sem eru aflögufærir.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Föstudagur 27. nóv.

kl. 18 Setning landsráðstefnu & fordrykkur
kl. 19 Hátíðarmálsverður (sjá auglýsingu að neðan)

Laugardagur 28. nóv.

kl. 11 Hefðbundin aðalfundarstörf og kynning ályktana
kl. 12:30 Hádegisverður
kl. 13-17 Málþing & afgreiðsla ályktanna.

+ + +

Fullveldisfögnuður & hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember og verður að þessu sinni boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð.

Guðrún Bóasdóttir sér um matseldina, en á matseðlinum er m.a. sænsk jólaskinka og fjölbreytt heimatilbúið meðlæti, s.s. heit lifrarkæfa, síld og reykt nautatunga. Hnetusteik fyrir grænmetisætur.

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson mætir og tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir.