All Posts By

Stefán Pálsson

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

By Uncategorized

8mars 01 8. mars, fimmtudagur.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17.

24Febpicture 19. mars, mánudagur. Baráttufundur gegn stríðinu í Írak í Austurbæ kl. 20. Ýmiskonar aðgerðir gegn stríðrekstri og hernámi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak verða víða um heim helgina 17-18 mars og dagana á eftir, en innrásin í Írak hófst aðfararnótt 20. mars 2003.

Í Bandaríkjunum hafa stærstu friðarhreyfingarnar, United for Peace and Justice og A.N.S.W.E.R. skipulagt aðgerðir. UPJ stendur fyrir aðgerðum víða um landið en A.N.S.W.E.R. skipuleggur mikla göngu að Pentagon.

Þá er stendur einnig til að virkja bloggara með friðarbloggi, sjá nánar: http://bluepyramid.org/peace/

Í London var mikil mótmælaganga síðastliðinn sunnudag sem beindist gegn stríðinu í Írak, áformum um innarás í Íran og endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi. Þriðjudaginn 20. mars verður síðan á vegum Stop the War Coalition svokallað alþýðuþing í London þar sem Íraksstríðið verður til umræðu.

nonato 30. mars munum minnast þess að þá verða 58 ár liðin frá inngöngu Íslands í NATO. Mikilvægi baráttunnar gegn NATO hefur ekkert minnkað þótt bandaríksi herinn sé farinn, þvertá móti, aldrei hefur NATO verið jafnárásargjarnt og óþverralegt stríðsbandalag og nú. Ísland úr NATO!

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

By Uncategorized

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku.

Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015.

Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku.

www.afrol.com/articles/14269
www.globalsecurity.org

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

By Uncategorized

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu Múrnum.

Annarsvegar fjallar Huginn Freyr Þorsteinsson um þann áróður sem nú er hafinn gegn Íran og minnir mjög á undirbúninginn að innrásinni í Írak fyrir fjórum árum. Grein Hugins heitir Íran og Morgunblaðið.

Hinsvegar er grein eftir Steinunni Þóru Árnadóttur þar sem fjallað er um áætlanir um reglulegar heræfingar hér á landi. „Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa íraska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi?“ segir Steinunn. Grein hennar heitir Höfnum heræfingum á Íslandi!

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

By Uncategorized

KokkurSafnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um alla borg, sem stendur til miðnættis og jafnvel lengur.

Er hægt að hugsa sér betri byrjun á Safnanótt en að fá sér staðgóðan kvöldverð í Friðarhúsi áður en haldið er út á menningargaleiðuna?

Á menningarnótt í fyrra var troðfullt hús á málsverði þessum, en þá las rithöfundurinn Andri Snær Magnason í fyrsta sinn opinberlega upp úr nýútkominni bók sinni, Draumalandinu.

Að þessu sinni hefst málsverðurinn með fyrra fallinu – kl. 18:30 – en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Yfirkokkar verða að þessu sinni mæðginin Unnur Jónsdóttir og Gísli & Friðrik Atlasynir. Málsverðurinn kostar sem fyrr 1.500 kr.

Matseðill:
Pasta w Pesto SauceKarrí kjúklingasúpa
Pastasalat
Hrísgrjónaréttur
Nýbökuð brauð og hummus

Þar sem Vetrarhátíð Reykjavíkur er að þessu sinni helguð fransk/íslenskum menningarsamskiptum, varð að ráði að nota kvöldið til að rifja upp Gervasoni-málið, sem skók íslenskt þjóðfélag í upphafi níunda áratugarins. Þar var tekist á um grundvallaratriði sem enn eru í fullu gildi.

Margrét Jónasdóttir og Eva María Jónsdóttir segja frá Gervasoni málinu og sýna brot úr heimildarmynd sinni. – Umræður og innlegg fróðra.

Þorvaldur Þorvaldsson syngur Le Deserteur

Kvöldverður Í Friðarhúsi

By Uncategorized

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar

Matseðill:
Karrí kjúklingasúpa
Pastasalat
Hrísgrjónaréttur
Nýbökuð brauð og hummus
Unnur Jónsdóttir og synir elda.

karrísúpa

pasta

DAGSKRÁ Á KVÖLDVERÐI

Margrét Jónasdótti og Eva María Jónsdóttir segja frá Gervasoni málinu og sýna brot úr heimildarmynd sinni.
Umræður og innlegg fróðra. Þorvaldur Þorvalds syngur Le Deserteur

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

By Uncategorized

althingishusid 01Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan málaflokk vel og sendi nefndasviði þingsins athugasemdir við frumvarpið. Athugasemdir hans birtast hér á eftir:

* * *

Elías Davíðsson, kt. 230141-6579
Hörpugata 14
101 Reykjavík
15. febrúar 2007

Athugasemdir með frv. til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.

* Athugasemd við 2. grein frumvarpsins

Hvergi í frumvarpinu kemur fram hvernig íslensk stjórnvöld, eða Utanríkisráðuneytið metur lögmæti þeirra aðgerða sem greint er frá í 1. grein frumvarpsins. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er Utanríkisráðuneytinu heimilt að ákveða friðargæsluverkefni (sbr. 2. gr. frumvarpsins) án tillits til þess hvort það verkefni stuðli að ólögmætum hernaðaraðgerðum, ólögmætu hernámi eða öðrum brotum á þjóðarétti.

Sem dæmi má nefna að hernaður NATO gegn Serbíu árið 1999, árásarstríð Bandaríkjanna gegn Afganistan árið 2001 og árásarstríð Bandaríkjanna gegn Írak árið 2003, voru ólögmætar aðgerðir að þjóðarétti. Þær voru brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þær uppfylltu hvorki skilyrði um sjálfsvörn né um heimild Öryggisráðsins til hernaðar.

Með því að heimila friðargæsluverkefni á svæðum sem hernumin voru með ólögmætum hætti, grefur Utanríkisráðuneytið undan meginreglum þjóðaréttar og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík niðurrifsstarfsemi stuðlar ekki að friði og samrýmist því ekki meginmarkmiðum frumvarpsins.

Ég legg því til að við 2. gr. frumvarpsins bætist eftirfarandi ákvæði fyrir aftan “Utanríkisráðherra ákveður friðargæsluverkefni hverju sinni og hefur samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar við á.”:

“Friðargæsluverkefni skal ekki starfrækja á svæðum sem hernumin voru í trássi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við upphaf hvers friðargæsluverkefnis leggur Utanríkisráðuneytið fram skýrslu um tilgang, umfang, tímalengd og lögmæti verkefnisins í ljósi þjóðaréttar.”

* Athugasemd við 5. grein frumvarpsins

Genfarsamningarnir frá 12. ágúst 1949 og viðaukar þeirra frá árinu 1977 gilda um vopnuð átök. Ísland er aðili að þessum samningum og ber að framfylgja ákvæðum þeirra. Ríkjum er skylt að setja löggjöf gegn stríðsglæpum og lögsækja einstaklinga innan eigin lögsögu sem kynnu að hafa framið stríðsglæpi, en skilgreiningar á stríðsglæpum finnast í samningunum og viðaukum þeirra. Aðild Íslands að Alþjóða sakamáladómstólnum og sú staðreynd að “íslenskir friðargæsluliðar heyra í störfum sínum erlendis einnig undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins vegna þeirra brota sem kveðið er á um í Rómarsarþykkt um dómstólinn”, firrir ekki íslenska ríkið frá skyldu sinni sem að ofan greinir.

Þótt maður vilji vona að íslenskir friðargæsluliðar muni aldrei fremja stríðsglæpi, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að tryggja að frumvarpið sé vandað og taki mið af skyldum Íslands á sviði mannúðarréttar.

Því legg ég til að þriðja setning í 5. gr. frumvarpsins breytist og verði:

“Slík sakamál skulu rekin fyrir íslenskum dómstólum í samræmi við almennar reglur opinbers réttarfars sem og í samræmi við refsiákvæði alþjóðlegs mannúðarréttar.”

* Athugasemd við 6. grein frumvarpsins

Greinin falli niður.

Samkvæmt almennum hegningarlögum mega dómstólar taka tillit til leyfilegrar neyðarvarnar. Slíkt ætti að duga. Það er ástæðulaust að veita friðargæsluliðum, sem er ekki ætlað að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum, aukið svigrúm til ofbeldisverka með því að veita þeim þessa tilteknu réttarvernd. Slík réttarvernd gæti jafnvel orðið til þess að ýta undir kæruleysi í meðferð vopna.

* Athugasemd við 7. grein frumvarpsins

Þagmælskuákvæði frumvarpsins eru ekki í samræmi við lýðræðisvenjur og við þær kröfur til gagnsæis um störf opinberra aðila. Flest ódæðisverk ríkisstjórna eru unnin fyrir luktum dyrum og í trausti þess að opinberir aðilar þori ekki að uppljóstra um brotin. Opinberum aðilum, án tillits til starfs, verða að geta uppljóstrað um ólögmæta eða refsiverða háttsemi sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu. Meðan engin lög eru til á Íslandi um réttarvernd uppljóstrunar (“whistle-blowing”), er nauðsynlegt að tryggja sérákvæði um réttarvernd uppljóstrara í einstökum lögum.

Því legg ég til að við 7. gr. frumvarpsins bætist:

“Reglur um skyldur til þagmælsku ná ekki til vitneskju sem friðargæsluliðar fá í starfi sínu og sem bendir til þess að brot á almennum hegningarlögunum eða brot á alþjóða sakarétti hafi verið framin. “