All Posts By

Stefán Pálsson

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

By Uncategorized

guantanamo 01 Almenn samstaða virtist vera á Alþingi í gær, 17. janúar, um þingsályktunartillögu um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo. Þingmenn úr öllum flokkum tjáðu sig um hana og voru allir fylgjandi henni. Þetta var fyrri umræða um tillöguna og var henni vísað áfram til utanríkismálanefndar og annarrar umræðu. Tillagan, sem borin er fram af þingmönnum Vinstri grænna, hljóðar svo:

Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað.

Tillöguna með athugasemdum er að finna hér:
http://www.althingi.is/altext/135/s/0107.html

Feril málsins og umræður er að finna hér:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=107

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

By Uncategorized

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær lýstu viðkomandi sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði. Samtökin vísuðu til átaks sem stóð yfir víða um heim undir nafninu Abolition 2000. Víðast hvar fékk þetta erindi góðar undirtektir og fór svo að langflest sveitarfélög samþykktu yfirlýsingu þessa efnis og er þá ýmist vísað til kjarnorkuvopna eða gereyðingarvopna almennt. Þetta þýðir að geymsla slíkra vopna eða umferð með þau eru bönnuð innan sveitarfélagsins.

Í ársbyrjun 2008 eru 74 sveitarfélög á Íslandi yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði (ath. í sumum tilvikum hafa sveitarfélög sameinast, en þegar sveitarstjórnir sveitarfélaga, sem að sameiningunni stóðu, höfðu samþykkt slíka yfirlýsingu gildir hún væntanlega í hinu sameinaða sveitarfélagi). Í aðeins fimm sveitarfélögum hefur slík yfirlýsing ekki enn verið samþykkt. Það má því segja að Ísland sé að langmestu leyti friðað fyrir kjarnorkuvopnum samkvæmt samþykktum sveitarstjórna.

Eftirtalin sveitarfélög eru yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði í ársbyrjun 2008:

Reykjavíkurborg
Kópavogsbær
Seltjarnarneskaupstaður
Garðabær
Hafnarfjarðarkaupstaður
Sveitarfélagið Álftanes
Mosfellsbær
Kjósarhreppur
Grindavíkurbær
Sveitarfélagið Garður
Akraneskaupstaður
Skorradalshreppur
Hvalfjarðarsveit
Borgarbyggð
Grundarfjarðarbær
Helgafellssveit
Stykkishólmsbær
Eyja- og Miklaholtshreppur
Snæfellsbær
Dalabyggð
Bolungarvíkurkaupstaður
Ísafjarðarbær
Reykhólahreppur
Tálknafjarðarhreppur
Vesturbyggð
Súðavíkurhreppur
Árneshreppur
Kaldrananeshreppur
Bæjarhreppur
Strandabyggð
Sveitarfélagið Skagafjörður
Húnaþing vestra
Blönduóssbær
Sveitarfélagið Skagaströnd
Skagabyggð
Húnavatnshreppur
Akrahreppur
Akureyrarkaupstaður
Norðurþing
Fjallabyggð
Dalvíkurbyggð
Grímseyjarhreppur
Arnarneshreppur
Eyjafjarðarsveit
Hörgárbyggð
Svalbarðsstrandarhreppur
Grýtubakkahreppur
Aðaldælahreppur
Tjörneshreppur
Þingeyjarsveit
Svalbarðshreppur
Langanesbyggð
Seyðisfjarðarkaupstaður
Fjarðabyggð
Vopnafjarðarhreppur
Fljótsdalshreppur
Borgarfjarðarhreppur
Breiðdalshreppur
Djúpavogshreppur
Fljótsdalshérað
Sveitarfélagið Hornafjörður
Vestmannaeyjabær
Sveitarfélagið Árborg
Mýrdalshreppur
Skaftárhreppur
Ásahreppur
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Hrunamannahreppur
Hveragerðisbær
Sveitarfélagið Ölfus
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Bláskógabyggð
Flóahreppur

Í ársbyrjun 2008 hefur ekki enn verið samþykkt að lýsa eftirtalin sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði:

Reykjanesbær
Sandgerðisbær
Sveitarfélagið Vogar
Skútustaðahreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

By Uncategorized

43808 Reykjanesbaer kjarnorkaÁ liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa því yfir að umferð og geymsla kjarnorku- og efnavopna sé bönnuð í viðkomandi sveitarfélögum. Erindi þetta hefur yfirleitt fengið góðar undirtektir og eru nú einungis fimm sveitarfélög sem eftir standa ófriðlýst.

Fyrir helgi barst SHA svar frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem tillögunni var hafnað. Meðfylgjandi bókun bæjarráðs er þó þess efnis að það hlýtur að vekja ýmsar áleitnar spurningar:

Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er m.a. flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu.
Guðbrandur Einarsson situr hjá og vísar í fyrri afstöðu þar sem fram kemur stuðningur hans við erindi hernaðarandstæðinga.

Svar þetta er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir. Meirihluti bæjarráðs telur samkvæmt því að eðli þeirrar starfsemi sem rekin er á flugverndarsvæðinu sé þess eðlis að bæjarráð geti ekki gert samþykktir af neinu tagi um hvað þar má eða má ekki fara fram. Bæjarráð telur það ekki á verksviði sveitarfélagsins að segja til um hvort í bæjarlandinu kunni að vera geymd kjarnorkuvopn – slíkt sé einkamál Utanríkisráðuneytisins.

Með bókun þessari verður enn ljósari en áður nauðsyn þess að Alþingi Íslendinga samþykki sérstaklega friðlýsingu landsins fyrir vopnum þessum – einkum og sér í lagi úr því að sum sveitarfélög telja sig ekki hafa heimildir til að amast við geymslu slíkra vopna í landi sínu.

Stefán Pálsson