Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig Alþjóðastofnun Háskóla Íslands hefur hvað eftir annað efnt til málstofa þar sem embættismenn eða ráðgjafar í utanríkisþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands eða á vettvangi Nató hafa haft orðið, síðast nú á mánudaginn.
En þjónkun Háskóla Íslands við Nató ríður ekki við einteyming. Klukkutíma áður en málstofan „Mikilvægi Afganistan fyrir NATO“ hófst í Háskóla Íslands á mánudaginn var eftirfarandi rafpóstur sendur frá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins til stúdenta:
Titill: [Hi-nem] NATO starfsþjálfun – NATO Internship Programme
Frá: Áslaug Jónsdóttir
Dagsetning: mán, apríl 28, 2008 2:29 pm
Til: hi-nem@hi.is
————————————————————————–
Heilir og sælir stúdentar,
Alþjóðaskrifstofan vill vekja athygli á að kynning verður á STARFSÞJÁLFUN HJÁ NATO – NATO Internship Programme.
Kynningin verður haldin þriðjudaginn 6. maí 2008 frá kl. 12:00 – 13:00 í stofu 101 á Háskólatorgi.
Sjá nánar á eftirfarandi vefslóð og í viðhengi.
http://www.nato.int/structur/interns/
Dear students,
The International Office likes to bring to your attention an introduction meeting about NATO Internship Programme, which will be held Tuesday 6th May 2008, 12:00 – 13:00 in room 101 at Háskólatorg.
See here: http://www.nato.int/structur/interns/ and see attachment.
Áslaug Jónsdóttir
Upplýsingastofa um nám erlendis
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
Háskólatorg v. Suðurgötu, 101 Reykjavík
sími 525 4997 aslaugj@hi.is
http://www.ask.hi.is/page/nam
http://www.ask.hi.is
Umræður um þetta efni er að finna á vefslóðinni
http://eyjan.is/silfuregils/2008/04/28/throngsyni/
Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um málefni Afganistan. Framsögumenn á fundinum eru báðir kynntir til sögunnar sem fræðimenn, en reynast hafa starfað sem embættismenn eða ráðgjafar í utanríkisþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands eða á vettvangi Nató. Titill málstofunnar er raunar óvenju hreinskilinn: “Mikilvægi Afganistan fyrir Nató” – sem tekur af öll tvímæli um að fyrirlesararnir telja hernaðinn í Afganistan snúast um hagsmuni hernaðarbandalagsins en ekki afgönsku þjóðarinnar.
Fundurinn er á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, en sú stofnun hefur á síðustu misserum verið iðin við að blása til funda af þessu tagi. Dagskrá þessara funda má sjá hér.
Ef listinn yfir fyrirlestrana er lesinn, kemur skýr skipting í ljós. Annars vegar eru þarna fræðimenn sem hingað koma í tengslum við Háskólann og starfsemi hans. Fyrirlestrar þessa fólks eru í langflestum tilvikum áhugaverðir og ættu að vekja athygli fræðasamfélagsins.
Hins vegar er um að ræða erindi manna sem hingað eru komnir á vegum utanríkisráðuneytisins eða sendiráða Bandaríkjanna og Bretlands. Þessir fyrirlesarar eiga það sammerkt að vera málpípur hernaðarhyggju og utanríkisstefnu helstu Nató-þjóða.
Erfitt er að sjá hvaða akademíska tilgangi það gegnir fyrir Háskóla Íslands að standa fyrir fundum með síðarnefnda hópnum. Ljóst er að allt frumkvæðið af fyrirlestrum þessum er komið frá erlendum sendiráðum, ráðuneytinu eða stofnunum á borð við Nató. Sú var tíðin að gestir af þessu tagi gátu helst vænst þess að vera boðið að tala hjá Fullbright-stofnuninni eða Samtökum um vestræna samvinnu. Í dag er sérstök stofnun innan Háskólans sem telur það hlutverk sitt að búa til vettvang fyrir slíka ræðumenn.
Háskólastofnun sem tekur sig alvarlega, lætur ekki draga sig út á þessa braut. Hún velur sjálf sína fyrirlesara, en tekur ekki við hverju því sem upplýsingafulltrúi Nató á Íslandi réttir henni. Háskólinn setur niður meðan Alþjóðastofnun hans hegðar sér með þessum hætti.
Stefán Pálsson
Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið má nálgast á vefslóðinni www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/3321.
Þá hafa Ung Vinstri græn einnig gefið út flugrit undir titlinum Óþægilegar staðreyndir um varnarmálafrumvarp utanríkisráðherra. Þetta flugrit ásamt nýlegum greinum eftir félaga í UVG um þessi málefni má nálgast á vefslóðinni www.vinstri.is/default.asp?news_id=7249.
Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og er matseðillinn á þessa leið:
* spönsk paella
* tortilla (spönsk karöflueggjakaka)
* brauð með hinu víðfræga gríska taramossalati
Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.
Tónlistarkonan Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða trúbador) mun taka lagið
Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á sjöttu Kaíró-ráðstefnuna um lýðræði og frið í Mið-Austurlöndum á opnum félagsfundi SHA. Spurningar og umræður verða að erindi loknu.
Meðal helstu viðfangsefna ráðstefnunnar voru málefni Palestínu og zíonismi, heimsvaldastefna Bandaríkjanna í Írak og víðar, stjórnmálaástandið og stéttabaráttan í Egyptalandi, ímynd Mið-Austurlanda í vestrænum fjölmiðlum og fleira.
Auk þess að sitja ráðstefnuna reyndi Vésteinn ásamt hópi útlendinga að komast frá Egyptaland inn á Gaza, en tókst ekki. „[Við fórum með] rútu frá Kaíró í gegn um Sínaí og ætluðum að reyna að koma táknrænum flutningabíl með hjálpargögnum inn í Rafah á Gaza. Það tókst okkur ekki; egypska lögreglan og leyniþjónustan vörnuðu okkur för 200 km frá landamærunum — það er sem sagt þar sem herkvíin byrjar (…) það var súrt að upplifa það svona beint að Egyptar tækju svona virkan þátt í herkvínni um Gaza. Ég mun segja frá þessu líka annað kvöld.“
Um Kaíró-ráðstefnurnar, sjá: https://fridur.is/antiwar/kairo
5. ráðstefnan 29. mars – 1. apríl 2007
Yfirlýsing 5. ráðstefnunnar
Yfirlýsing 6. ráðstefnunnar