All Posts By

Stefán Pálsson

ÁRÍÐANDI – Nató-kokteillinn verður á Nordica

By Uncategorized

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan fyrir gesti Nató-þingsins hefur verið flutt úr Þjóðmenningarhúsinu að Hótel Nordica Hilton (gömlu Hótel Esju) við Suðurlandsbraut.

Þangað munu andstæðingar hernaðarbandalagsins mæta kl. 18:30 á eftir og láta vel í sér heyra!

SHA

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

By Uncategorized

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti á Nató-ráðstefnunni á morgun, miðvikudag, hafa skotið hernaðarsinnum skelk í bringu. Samkvæmt nýjustu fregnum hafa stjórnvöld hætt við að halda samkomuna í Þjóðmenningarhúsinu.

Hernaðarandstæðingar hyggjast reka flóttann og er nú unnið að því að grafa upp hina nýju staðsetningu kanakokteilsins.

UM LEIÐ og þær upplýsingar liggja fyrir, verður send út tilkynning á póstlista SHA og upplýsingar um nýja staðsetningu settar inn hér á Friðarvefinn – í síðasta lagi kl. 16.

Fylgist því vel með fréttum af þessu máli. Ekki viljum við að Nató-framkvæmdastjórinn missi af því að hitta íslenska friðarsinna í þessari heimsókn!

Mótmælum Nató-stjóranum

By Uncategorized

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton hóteli n.k. fimmtudag. Ráðstefna þessi hefur þann megintilgang að leita réttlætinga fyrir áframhaldandi hernaðarumsvifum á Íslandi, s.s. heræfingum Nató-flugsveita og sívaxandi íslenskri Varnarmálastofnun. Vert er að vekja athygli á greinargóðri samantekt á Friðarvefnum, þar sem hernaðarútgjöld ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum eru rakin. Hana má lesa hér að neðan.

N.k. miðvikudag kl. 18:30 verður móttaka í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu fyrir gesti Nató-þingsins. SHA hvetja félagsmenn sína sem og aðra friðelskandi Íslendinga til að mæta fyrir framan Þjóðmenningarhúsið á þeim tíma og láta hraustlega í sér heyra.