All Posts By

Stefán Pálsson

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

By Uncategorized

DSC05533

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin

1949 til 2009: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar.
Innsýn í sögu mótmæla með ljósmyndum og veggspjöldum.

Nýjar ljósmyndir frá þátttakendum í mótmælum vetrarins. Sterkar hugsjónir og þrautseigja þegar þjóðinni var að endingu ofboðið en stutt er í örvæntingu og ofbeldi.

Sýningin er opin á laugardögum og sunnudögum í apríl klukkan 13 til 16.

Sýningarstjóri er Harpa Stefánsdóttir.

Upplýsingar gefa Elvar Ástráðsson sími 868 3354 og Stefán Pálsson sími 617 6790

DSC05528

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

By Uncategorized

kjorklefi4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland
þjóni einhverjum tilgangi – sé svo, með hvaða hætti?

Framsóknarflokkur:

Þar sem eitt hlutverk NATO er að vera varnarbandalag aðildarþjóðanna teljum við mikilvægt að nærvera NATO sé sýnileg jafnvel þó að það sé ekki varanlegt ástand, m.a vegna fælingarmáttar sem í því felst.

Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni):

Hreyfingin telur að við þurfum að sinna fyrst þeirri bráðu vá sem steðjar að heimilum landsins og stigvaxandi atvinnuleysi. Ég upplifi ekki að loftrýmiseftirlit sé eitthvað sem skynsamlegt sé að sóa fjármunum í.

Samfylkingin:

Loftrýmiseftirlit hefur þann tilgang að gæta að lofthelgi landsins og tryggja reglubundið eftirlit. Þannig fá flugsveitir nágrannaríkja okkar, sem þyrftu að veita okkur aðstoð á hættutímum, tækifæri til að kynnast aðstæðum hér við land. Jafnframt er viðhaldið rétti okkar til eftirlits og gæslu öryggis í lofthelgi okkar og komið í veg fyrir að aðrar þjóðir líti á lofthelgi Íslands og íslenska flugumsjónarsvæðið sem einskismannsland. Tíðni slíks eftirlits er hins vegar atriði sem sjálfsagt er að hafa til stöðugs endurmats í ljósi efnahagsástands og hættumats á hverjum tíma.

Vinstri græn:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð sér engan jákvæðan tilgang með þessum herflugsæfingum.

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

By Uncategorized

skriftarambod3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum né styðja slíkan gjörning?

Framsóknarflokkur:

Væntanlegt stjórnlagaþing ætti að taka á þessu máli og þar kæmi vel til greina að binda hendur stjórnvalda þannig að dæmið með Íraksstríðið endurtaki sig ekki.

Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni):

Styðjum það heilshugar

Samfylkingin:

Slíkt kemur fyllilega til álita, enda er Atlantshafsbandalagið varnarbandalag og fer ekki með ófriði á hendur öðrum ríkjum.

Vinstri græn:

Stuðningur Íslands við árásarstríð Bandaríkjanna og Bretlands í Írak var skelfileg mistök og brýnt að tryggja að sú staða geti aldrei aftur komið upp að ráðherrar í ríkisstjórn geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að beinum eða óbeinum árásaraðila í stríði. Ákvæði um þetta efni í stjórnarskrá hljóta að koma til alvarlegrar athugunar þegar ráðist verður í endurskoðun hennar síðar á þessu ári.

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

By Uncategorized

kjorsedillFriðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál.

2. spurning: Hver er afstaða ykkar til uppsagnar herverndarsamningsins við Bandaríkin?

Framsóknarflokkur:

Herverndarsamningi við Bandaríkin verður ekki sagt upp að frumkvæði Framsóknarflokksins nema eitthvað annað komi í stað hans og framsóknarmenn hafa engin áform um annan herverndarsamning. Aðild að ESB gæti breytt þessu en það kemur ekki ljós nema í aðildarsamningi.

Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni):

Við höfum ekki rætt það og ekkert um það fjallað í stefnuskrá okkar. Innan Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing er fólk með misjafnar skoðanir sem hefur komið sér saman að starfa að nauðsynlegum lýðræðisumbótum til að tryggja að þjóðin verði aldrei aftur valdalaus í stórum málefnum er varða hag allra borgara landsins. Mín persónulega skoðun er eindræg: ég fagnaði því enda búin að vera meðlimur í SHA um langa hríð.

Samfylkingin:

Sjálfstæð þýðing varnarsamstarfsins við Bandaríkin er nú orðið afar lítil umfram það sem leiðir af aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Varnarsamningurinn er nú í reynd orðinn rammi um hvernig aðkomu Bandaríkjanna að vörnum landsins yrði háttað á ófriðartímum og hann hefur því litla praktíska þýðingu. Sjálfsagt er að endurmeta þörf fyrir hann, sem og þörf fyrir varnarviðbúnað okkar að öðru leyti, í ljósi hættumats á hverjum tíma.

Vinstri græn:

Flokkurinn var þeirrar skoðunar að segja beri upp herverndarsamningnum við Bandaríkin á meðan hér var ennþá bandarísk herstöð. Brottför hersins frá Miðnesheiði hefur í engu breytt þeirri afstöðu. Öryggishagsmunum Íslands er betur borgið með því að landið reki sjálfstæða utanríkisstefnu með friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir að leiðarljósi, en bindi ekki trúss sitt við mesta hernaðarveldi samtímans, Bandaríkin.

Bjarni Harðarson, L-lista:

Ég var einlægur herstöðvaandstæðingur og fagnaði mjög burtför hersins. Aftur á móti tel ég með sömu rökum og ég gaf hér fyrr algerlega óþarft að segja samningi þessum upp nú. Komi hins vegar upp árekstrar í samstarfi þjóðanna tel ég að ekki þurfi að útiloka uppsögn þessara samninga.

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

By Uncategorized

kosningar 01Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð í komandi kosningum. Svör bárust frá öllum nema Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum. Svörin hafa þegar birst í Dagfara, en verða jafnframt sett hér inn á friðarvefinn á næstu dögum.

1. spurning: Sér hreyfing ykkar einhver skynsamleg rök fyrir því hvers vegna Ísland
ætti ekki að segja sig úr Nató?

Framsóknarflokkur:

Eitt meginhlutverk NATO er að vera sameiginlegt varnarbandalag og vera í því þjónar varnarhagsmunum Íslands í dag.

Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni):

Borgarahreyfingin tekur ekki afstöðu til þátttöku í NATÓ. Einstökum félögum er hins vegar vissulega heimilt að hafa sínar eigin skoðanir á því og koma þeim á framfæri.

Við höfum ekki rætt þetta málefni efnislega. Okkar markmið er að bregðast við því hörmungarástandi sem hér ríkir, hvort heldur sem það snýr að okkar borgaralegu réttindum til lýðræðisþátttöku eða þeirri neyð sem stór hluti þjóðarinnar er að berjast við. Þjóðin er súrefnislaus vegna stjórnlausrar nýfrjálshyggju sem hér hefur öllu tröllriðið. Ég held að úrsögn úr NATÓ sé hreinlega lúxusvandamál eins og sakir standa.

Samfylkingin:

Já. Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu enda er bandalagið vettvangur fyrir sameiginlegar varnir okkar og nánustu vina- og bandalagsþjóða. Í aðildinni felst sameiginleg ábyrgð allra aðildarríkjanna á sameiginlegu öryggi og vörnum.

Vinstri græn:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga. Hernaðar- og kjarnorkustefna Nató er í ósamræmi við friðarstefnu flokksins og aukin umsvif bandalagsins á átakasvæðum um víða veröld eru verulegt áhyggjuefni.

L-listi (svar frá Bjarna Harðarsyni forystumanni í Rvík-norður):

Ég sé ekki önnur rök fyrir því að vera í Nató að mér þykir að það verði að koma fram tilefni til úrsagnar. Slík tilefni hafa skapast á undanförnum árum, m.a. við árásarþátttöku Nató í Asíu og hryðjuverkalög Breta á hendur Íslendingum. En ég tel að úrsögn vegna þessara atvika væri einkennileg yfirlýsing nú svo löngu seinna og því rétt að flana ekki að neinu.

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

By Uncategorized

austurvollurÞann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. Að þessu tilefni efna Samtök hernaðarandstæðinga til útifundar á Austurvelli, kl. 17:00, mánudaginn 30.mars. Þar verður haldið á lofti kröfunni um að Ísland standi utan hernaðarbandalaga.

Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og María S. Gunnarsdóttir formaður MFÍK flytja stutt ávörp. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson formaður SHA.

Síðast en ekki síst verður botninn sleginn úr Nató á táknrænan hátt.

Friðarsinnar eru hvattir til að fjölmenna. Ísland úr Nató!

Matseðill föstudagsins

By Uncategorized

haniMatseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina.

* Coq au Bier (kjúklingur í dökkum bjór)

* Grænmetispottréttur
* Nýbakað brauð
* Kaffi og konfekt

Verð kr 1.500. Borðhald hefst kl. 19.