All Posts By

Stefán Pálsson

Ferðasaga í Friðarhúsi

By Uncategorized

strasbourg 02Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató í vor. Samtök hernaðarandstæðinga áttu þrjá fulltrúa í aðgerðum þessum: Hörpu Stefánsdóttur, Elías Jón Guðjónsson og Kára Pál Óskarsson.

Mánudagskvöldið 25. maí munu þremenningarnir rekja ferðasögu sína í máli og myndum, en auk þess að fylgjast með fjölskrúðugum mótmælum og hörðum aðgerðum lögreglunnar, komust þau í kynndi við fjölda fólks úr hinni alþjóðlegu friðarhreyfingu og viðuðu að sér upplýsingum.

Fundurinn hefst kl. 20 í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

By Uncategorized

RusslandRússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar þar sem fjallað verður um Rússland og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu.

Framsögumaður verður Haukur Hauksson, magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, þaulreyndur fararstjóri og fyrrum fréttaritari RÚV í Moskvu. Allir velkomnir.

Til stuðnings flóttamanni

By Uncategorized

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd sín. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að friðarhreyfing á borð við SHA láti sig varða málefni pólitískra flóttamanna.

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á aðgerðum sem efnt verður til mánudaginn ellefta maí kl. 11, fyrir utan FIT Hostel í Njarðvík. Þar verður vakin athygli á máli flóttamanns sem “gleymdist” í kerfinu og hefur nú svelt sig um alllangt skeið í mótmælaskyni.

Sjálfsagt er að hvetja lesendur Friðarvefsins til að leggja máli þessu lið sitt.

1. maí í Friðarhúsi

By Uncategorized

427175377EUHtYW phHið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Setið verður að spjalli fram að kröfugöngu verkalýðsfélaganna sem leggur að stað frá Hlemmi. Kaffigjald kr. 500.

Um kvöldið verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss og samkoma í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Matseld og skipulagning verður að þessu sinni í höndum félaga í Rauðum vettvangi, sem eru sérstakir hollvinir Friðarhúss.

Matseðillinn er á þessa leið:

* Íslensk kjötsúpa
* Grænmetis-lasagne

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.

Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði fram eftir kvöldi.

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf – einstakt tilboð til 30. apríl

By Uncategorized

427175377EUHtYW ph

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í 15 þúsund. Hlutur keyptur fyrir 1. maí mun sem sagt hækka þá um 50%.

Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús SHA ehf festi sér húseignina á Njálsgötu 87, á horni Snorrabrautar. Friðarhús SHA ehf var stofnað 30. mars 2004. Tilgangur þess er að eiga og reka húsnæði fyrir Samtök hernaðarandstæðinga og skapa vettvang fyrir miðstöð friðar- og afvopnunarbaráttu á Íslandi.

Stofnfélagar voru 15 með 1,18 milljónir króna, þar af átti SHA 500 þúsund sem þau eiga enn. Í apríl 2009 eru félagar orðnir 269 og innborgað hlutafé 7,4 milljónir króna. Kaupverðið var 9,5 milljónir. Í október 2008 var borgað upp bankalán löngu fyrr en björtustu vonir gerðu ráð fyrir. Nú eru einu skuldir félagsins verðtryggt lán frá SHA, sem stendur í 1,7 milljónum. Byrjað er að greiða það niður. Það sem vantar í þessar upphæðir eru tekjur af mánaðarlegum kvöldverðum, sem við stöndum fyrir, og gerðu okkur kleyft að borga lánið upp. Síðan höfum við fengið nokkra styrki frá velunnurum og ómælda sjálfboðavinnu til að gera húsið í stand.

Á aðalfundinum 1. mars 2009 var farið yfir rekstrar og eignastöðu félagsins. Í ljósi þess að félagið stendur mjög vel og eignastaða er langt umfram innborgað hlutafé ákvað fundurinn að eftir 30. apríl 2009 skyldi verð á nýjum hlutum vera fimmtán þúsund krónur í stað tíu þúsund. Þessi hækkun er tæplega vísitöluhækkun frá stofnun félagsins fyrir 5 árum. Hér hefur sumsé verið farin öfug leið miðað við hinn almenna fjármálamarkað.

Þeir sem vilja gerast hluthafar eða bæta við sig geta lagt beint inn á reikning nr. 0130-26-2530 í eigu Friðarhúss, kt. 6004042530. Innleggsnótan gildir sem kvittun en koma þarf fram í texta hver leggur inn og hvort þetta sé styrkur eða hlutur. Hver hlutur er tíuþúsund krónur fram að 30. apríl 2009 en framvegis fimmtánþúsund krónur.

Frekari upplýsingar veita

Sigurður Flosason gjaldkeri SHA, sími 554 0900,
Sigríður Gunnarsdóttir gjaldkeri Friðarhúss, sími 552 4346,
Elvar Ástráðsson, sími 561 5549,
Stefán Pálsson, sími 617 6790.

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

By Uncategorized

nato euFélagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20.

Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum á síðustu misserum. Sambandið hefur tekið stór skref í átt að sameiginlegri utanríkisstefnu og hugmyndir um sameiginlega varnar- og öryggisstefnu hafa verið ofarlega á blaði. Hvert stefnir Evrópusambandið í hernaðarmálum?

* Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og félagi í SHA reifar hernaðarstefnu ESB eins og hún birtist m.a. í Lissabonsáttmálanum.

Almennar umræður.