All Posts By

Stefán Pálsson

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

By Uncategorized

kertafleyting4 Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg). Þar mun Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.

Kertafleytingin í Reykjavík er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa.

* * *

Á Akureyri efnir Samstarfshópur um frið til kertafleytingar á sama tíma, við Minjasafnstjörnina. Ávarp flytur Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur. Kertum hefur verið fleytt á Akureyri frá 1998.

* * *

Á Egilsstöðum verður í fyrsta sinn efnt til kertafleytingar að þessu tilefni. Komið verður saman við Lómatjörn í Tjarnargarðinum og flutt stutt dagskrá, þar sem Broddi Bjarnason flytur ávarp og lesin verða ljóð og sungið saman. Fundarstjóri verður Philip Vogler.

* * *

Nánari upplýsingar um aðgerðina í Vestmannaeyjum liggja ekki fyrir.

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

By Uncategorized

kertafleyting3 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.

Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilsstöðum.

Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir “hibakushar” (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga.

Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur.

Samstarfshópur friðarhreyfinga:
Félag leikskólakennara.
Friðar og mannréttindahópur BSRB
Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samtök hernaðarandstæðinga
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)

Nánari upplýsingar gefa:
Ingibjörg Hararldsdóttir, sími:8495273 netfang: inghar@centrum.is
Steinunn Þóra Árnadóttir, sími: 690 2592 netfang: steiarn@hi.is

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar orrustuflugvéla Atlantshafsbandalagsins og vörslu hergagna þess á Akureyrarflugvelli undir yfirskini loftrýmiseftirlits.

Samtökin krefjast þess að herafli bandalagsins yfirgefi Akureyri án tafar og að utanríkisráðherra biðji þjóðina afsökunar á þeirri fylgisspekt hans við Bandaríkjaher sem hér birtist. Slíkur stuðningur við núverandi útþenslustefnu Bandaríkjanna og NATO – í norðurhöfum sem öðrum heimshlutum – þjónar ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar og er neyðarleg uppákoma fyrir sitjandi vinstri stjórn.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Hjartarson, formaður SHA á Norðurlandi (sími 4624804 og netfang thjartar@internet.is).

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

By Uncategorized

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.
Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilsstöðum.

Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir “hibakushar” (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga.

Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur.

Samstarfshópur friðarhreyfinga:
Félag leikskólakennara.
Friðar og mannréttindahópur BSRB
Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samtök hernaðarandstæðinga
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)

Nánari upplýsingar gefa:
Ingibjörg Hararldsdóttir, sími:8495273 netfang: inghar@centrum.is
Steinunn Þóra Árnadóttir, sími: 690 2592 netfang: steiarn@hi.is

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

By Uncategorized

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 – 10:00
til laugardagur, júlí 25 2009 – 22:00
Hvern dag

Rauður vettvangur heldur sínar fyrstu Rauðu sumarbúðir. Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti (á vivaldi@simnet.is eða vangaveltur@yahoo.com) eða í síma (8959564 eða 8629067)

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

By Uncategorized

haraldurolafsson eftir Harald Ólafsson

Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar fari í fararbroddi þeirra sem vilja gera Íslendinga að þegnum í herveldi Evrópusambandsins.

Í hinni áköfu Evrópuumræðu síðustu missera er mest rætt um peninga. Meintur ávinningur af innlimun Íslands í Evrópusambandið er sagður felast í trausti eða hliðstæðum hughrifum hjá þeim sem fara með peninga og líkist sá málflutningur helst trúboði. Lítið fer fyrir samantekt kostnaðarliða, sem þó eru ólíkt skýrari og ekki smáir. Fleira í þessu samhengi er lítt rætt og þar má nefna vígvæðingu og hernað.

Evrópusambandið hefur á undanförnum árum lagt æ ríkari áherslu á mikilvægi þess að auka vígbúnað og hernaðarskuldbindingar aðildarríkjanna. Saga þess máls verður ekki rakin hér í smáatriðum, en stórt skref var stigið með samningu Lissabonsáttmálans sem lagður var fram í árslok 2007 og samþykktur hefur verið af nærri öllum aðildarríkjum sambandsins. Lissabonsáttmálann má líta á sem stjórnarskrárígildi. Hann er líklega besta heimildin um vígbúnaðar- og hernaðarstefnu sambandsins og ólíkt betri heimild en íslenskir Evróputrúboðar sem sumir hverjir hika ekki við að segja ósatt um hermál Evrópusambandsins, hvort sem það er af þekkingarleysi eða öðrum ástæðum. Lissabonsáttmálinn er líka heimild um fyrirhugaða framtíðarstöðu íbúa sambandsins. Í inngangi sáttmálans er nefnilega tekið fram að aðildarríki sambandsins séu ákveðin í að gera þjóðir sínar að þegnum í Evrópusambandinu.

Í Lissabonsáttmálanum er farið mörgum orðum um sameiginlega utanríkisstefnu og hnykkt er á að hernaður (sem í enskri útgáfu er jafnan nefnt defence en hefð er fyrir að nefna hernað á íslensku) sé þar innifalinn. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna skuli vera framsækin. Stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða. Í sömu grein er fjallað skýrt um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir: „Aðildarríki skulu með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi.“ Lesendur ættu að staldra við þessa málsgrein, því í henni felst mjög ákveðin skuldbinding sem er algerlega á skjön við íslenskt samfélag. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum „Aðildarríki skulu vígbúast af kappi“ (e. Member states shall undertake progressively to improve their military capabilities) og fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígvæðingu og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði.

Víða annars staðar í Lissabonsáttmálanum er fjallað um vígbúnað og hernað. Settir eru fyrirvarar, m.a. um skörun við þátttöku í öðru hernaðarsamstarfi. Eins og ávallt þegar langur texti með ýmis konar tilvísunum á í hlut geta vaknað spurningar um túlkun, en heildarsýnin er þó deginum ljósari: Evrópusambandið stefnir að því sinna meintum hagsmunum sínum í skjóli þess að vera vel vígvætt hernaðarbandalag. Á því er hnykkt með ályktun Evrópuþingsins þann 19. febrúar 2009 þar sem farið er fram á að sambandið fái 60.000 manna her. Mjór er mikils vísir.

Einhverjum kann að þykja aukin vígvæðing heimsins svo brýnt framfaramál að rétt sé að Íslendingar létti undir við það verkefni. Þeim hinum sömu má benda á að hervæddar þjóðir sem Íslendingar bera sig gjarnan við í öðrum málum leggja flestar um 2% af þjóðarframleiðslu í fallstykki, púður og það sem með fylgir. Sumar þjóðir eru örlátari þegar kemur að þessum útgjaldalið. Þar má nefna Tyrki sem knýja fast á dyr Evrópusambandsins og sjá ekki eftir rúmum 5% af andvirði þjóðarframleiðslunnar í vígbúnað. Fyrir Íslendinga mundi lægra hlutfallið sem hér er nefnt samsvara nærri þremur tugum milljarða á ári. Rétt væri að Evróputrúboðar segðu hvar þeir hyggist sækja það fé.

Því verður ekki trúað að óreyndu að íslenskir stjórnmálamenn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar, þar á meðal þær ágætu konur sem hófu feril sinn í framboði sem var eindregið andvígt hernaðarbandalögum, skipi sér í fararbrodd fyrir innlimun Íslands í verðandi herveldi. Eðlilegt er að gera þá kröfu að öll samtök sem mótað hafa stefnu sína gagnvart innlimun Íslands í Evrópusambandið áður en Lissabonsáttmálinn kom til skjalanna endurskoði þá stefnu. Sér í lagi hlýtur íslensk verkalýðshreyfing að hafna því að félagar hennar og afkomendur þeirra verði gerðir að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna.

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 13. júní 2009. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og hefur haft forgöngu um stofnun sprotafyrirtækja

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

By Uncategorized

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga:

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- og sveitarstjórnarmanna í Rússlandi, sem fluttar hafa verið í fjölmiðlum. Samkvæmt þeim voru rússneskar herþyrlur notaðar til að ferja Gísla Martein Baldursson og félaga milli veiðistaða á Kólaskaga. SHA taka ekki afstöðu til réttmæti þátttöku kjörinna fulltrúa í slíkum ferðum, en fagna að öðru leyti förinni, enda hafa viðkomandi herþyrlur þá ekki nýst til að drepa fólk á meðan, til dæmis í stríði Rússa í Téténíu.

Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að gengið verði enn lengra í þessa átt og öllum herþyrlum heimsins falin ný verkefni, svo sem í tengslum við menningartengda ferðamennsku eða sportveiðar.

Hugað að viðhaldinu

By Uncategorized

verkamennSumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. Skipt hefur verið um nokkra glugga og komið fyrir styrktu öryggisgleri með sólarvörn. Vonast er til að með nýju gluggunum fáist einnig betri hljóðeinangrun en verið hefur.

Vinna þessi hefur verið í höndum sjálfboðaliða úr röðum velunnara hússins.