All Posts By

Stefán Pálsson

„…og þá voru eftir níu“ – baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

By Uncategorized

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um valdaránstilraun. Málatilbúnaður hins opinbera fór að mestu út um þúfur og fólkið ýmist sýknað eða sakfellt fyrir atriði sem voru miklu veigaminni en upphaflegu kærurnar gerðu ráð fyrir. Eftir stendur að talsverður kostnaður mun falla á ýmsa í hópnum.

Þótt búið sé að safna talsvert upp í fjárhæðina, er lokahnykkurinn eftir. Vegna þessa hefur hópur fólks, sem lætur sér annt um mótmælafrelsi á Íslandi, ákveðið að efna til baráttufundar í Iðnó föstudagskvöldið 11. mars. Húsið verður opnað kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20.

Fram koma:

* Ragnar Aðalsteinsson
* Ingibjörg Haraldsdóttir
* Erlingur Gíslason
* Súkkat
* Jón Proppé
* Linda Vilhjálmsdóttir
* Bítladrengirnir blíðu
(Tómas M. Tómasson, Magnús R. Einarsson & Eðvarð Lárusson)
* Halla Gunnarsdóttir
* Stefán Pálsson
* Hörður Torfason

Fundarstjóri: Birna Þórðardóttir

Yfirskrift samkomunnar er:

    „…og þá voru eftir níu“ – Styðjum frelsi til mótmæla!

Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að safna því sem upp á vantar (allt þar umfram mun fara í sjóð til stuðnings öðrum sem kunna að lenda í sömu stöðu), en hins vegar að sýna samstöðu með málstaðnum.

Frjáls framlög, en muna að mæta með reiðufé. Engin kort!

Munið líka söfnunarreikninginn:
Rkn. 513-14-600813
Kt. 610174-4189

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

By Uncategorized

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélagsins sem stóð að baki kaupunum á húsnæðinu að Njálsgötu 87, verður haldinn sunnudaginn 13. mars kl. 14 í húsnæði Friðarhúss.

Hluthafar hafa þegar fengið bréflegt fundarboð, en rétt er að minna hluthafa sem ekki komast á fundinn til að koma umboði á aðra fundarmenn. Fulltrúar eigenda helmings hlutafjár verða að mæta til að fundurinn teljist löglegur. Senda má skeyti á sha@fridur.is í þessum tilgangi.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

By Uncategorized

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 8.mars kl.17.

Dagskrá

Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í upphafi fundar.

Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

Elín Björg Jónsdóttir: Þín herhvöt oft fékk ekki svar.

Fatima Khua frá Afganistan: Konur í stríði og friði.

Harpa Stefánsdóttir: 8.mars í Mamadur – vídeóinnslag

Ragnheiður Gyða Jónsdóttir: Quo vadis, domina? – hvert ætlarðu, kona?

Andrés Magnússon: Áhrif stríðs á manneskjuna

Katrín Oddsdóttir: Hið ofbeldisfulla afstöðuleysi

Ellen Kristjánsdóttir syngur

Helga Tryggvadóttir: Frelsi og rétturinn til að mótmæla

María S. Gunnarsdóttir: Tímamót

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

By Uncategorized

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20. Myndin, sem er margverðlaunuð, rekur einkum upphaf og fyrstu misserisins stríðsins í Írak.

Myndin er 104 mínútur og á ensku.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina,

Matseðill:

* Gufusoðin ýsa, krydduð með soja og engifer á kínverska vísu,
* Kjúklingabauna-pottréttur með mangochutney,
* Hrísgrjón og salat,
* Pavloa með ávöxtum og kaffi

Verð kr. 1500. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir.