All Posts By

Stefán Pálsson

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

By Uncategorized

eldur    L  banonÁ hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla og líklega mun langur tími líða áður en umfang eyðileggingarinnar verður að fullu ljóst.

Hernaður Ísraela nýtur stuðnings og raunar fulltingis Bandaríkjastjórnar, sem ákveðið hefur að flýta vopnasendingum til stjórnarinnar í Tel Aviv. Annað NATO-ríki, Bretland, hefur sömuleiðis staðið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi árásirnar eða grípi til aðgerða.

Að venju þora íslenskir ráðamenn ekki að standa gegn herraþjóðinni í utanríkismálum. Svo virðist sem áhugi ríkisstjórnar Íslands á stríðinu í Líbanon hafi einskorðast við að tryggja flutning nokkurra íslenskra ríkisborgara frá landinu. Um stríðsátökin sjálf hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einungis haft almenn orð og utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að minna á “rétt Ísraelsmanna til að verja sig”.

Vert er að hafa í huga að þessi sama ríkisstjórn stendur nú í kosningabaráttu til að reyna að tryggja Íslandi sæti í öryggisráðinu. Það er því sjálfsögð krafa til íslenskra ráðamanna að þeir svari því hvernig þeir hefðu hagað atkvæði sínu við þessar aðstæður? Hefðu þeir skipað Íslandi í sveit þeirra þjóða sem fordæma árásarstríð Ísraels í Líbanon eða hefði þrælslundin gagnvart Washington-valdinu orðið yfirsterkari eina ferðina enn? Svarið við þessari spurningu segir til um það hvort Ísland á nokkurt erindi í öryggisráð SÞ.

Krafa okkar friðarsinna hlýtur að vera sú að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust, að allir aðilar á svæðinu láti af ofbeldi gegn almennum borgurum, að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hætti tafarlaust að senda vopn til stríðsrekstursins og síðast en ekki síst að ríkisstjórn Íslands fordæmi hernaðinn með afdráttarlausum hætti!

Draumur herforingjanna

By Uncategorized

300px November 1951 nuclear test at Nevada Test SiteStun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin fyrir þessari skringilegu skoðun eru þau að tildum ber á því viðhorfi í opinberri umræðu þegar kalda stríðiðvist tveggja öflugra risavelda með ógnarstór kjarnorkuvopnabúr hafi í raun komið í veg fyrir hættuna á kjarnorkustríði, enda hafi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna verið skynsamir menn.

Sitthvað er við þessa söguskoðun að athuga. Í fyrsta lagi lítur hún fram hjá því að kalda stríðið kostaði milljónir mannslífa. Þótt herir risaveldanna hafi ekki ekki mæst á vígvellinum börðust Bandaríkin og Sovétríkin margoft með óbeinum hætti, þar sem hvor aðili dældi vopnum og peningum í “sína menn” í fánýtum styrjöldum í þriðja heiminum.

Þeir sem aðhyllast hugmyndina um að tryggja megi frið með ógnarjafnvægi þurfa sömuleiðis að skýra hvers vegna hún eigi ekki við í dag í útvíkkaðri mynd? Ef kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna og Sovétríkjanna komu í veg fyrir heimsstyrjöld – hvers vegna ættum við þá amast við því að kjarnorkuveldum heimsins fjölgi? Ættu Miðausturlönd þá ekki verða tryggari ef lönd á borð við Íran, Sýrland og Sádi-Arabíu eignuðust kjarnorkuvopn til viðbótar við kjarnorkuveldið Ísrael? Líklega myndu fæstir taka slíkri framtíðarsýn fagnandi.

Meginröksemdin gegn þeirri glansmynd sem dregin hefur verið upp af “öryggi” ógnarjafnvægisins er sú staðreynd að það voru ekki stjórnmálamenn eða herforingjar sem stóðu á bremsunni, heldur almenningur og friðarhreyfingin. Það var alla tíð draumur herforingjanna, beggja vegna járntjaldsins, að beita kjarnorkuvopnum í átökum og nú um stundir er unnið að meira kappi en nokkru sinni fyrr að þróun slíkra vopna.

Það voru ekki ráðamenn í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum sem vöktu heimsbyggðina til vitundar um þá hættu sem stafaði af kjarnorkuvopnum. Þvert á móti kappkostuðu þeir að sannfæra sjálfa sig og aðra um hversu háskalaus kjarnorkutæknin væri – eða yrði í það minnsta í náinni framtíð. Þannig stóð Bandaríkjaher í mörg ár fyrir því að ritskoða allar fregnir af hinum raunverulegu afleiðingum kjarnorkuárásanna á Japan, til að geta viðhaldið þeirri ímynd að kjarnorkusprengjur væru í raun ósköp venjulegar sprengjur – bara stærri.

Lítil frétt í Morgunblaðinu 16. mars 1955 varpar góðu ljósi á hugarfar bandarískra ráðamanna á tímum kalda stríðsins. Greinin ber yfirskriftina Kjarnorkusprengjur án geislavirkni og þar segir:

DullesJohn Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna skýrði fréttamönnum frá því í dag, að við atómsprengingar í eyðimörkunum í Nevada að undanförnu, hefðu verið gerðar tilraunir með atómsprengjur af nýrri tegund, sem stafa ekki frá sér neinu geislavirku ryki. Þetta táknar, að sprengjur þessar eru ekki eins hættulegar fyrir almenna borgara eins og þær sprengjur, sem tiltækilegar hafa verið fram að þessu.

Þessum nýju atómsprengjum, sem eru án geislavirkra áhrifa mætti beina að hernaðarlega mikilvægum stöðum og eyðileggja hervirki andstæðinga án þess að valda tjóni á líkama og heilsu almennra borgara í tiltölulega lítilli fjarlægð.

Sú fráleita hugmynd valdsmannsins að unnt væri að smíða kjarnorkusprengjur án geislunar, skýrist ekki af takmarkaðri vísindaþekkingu þessa tíma. Eðlisfræðingar og friðarsinnar gerðu sér fulla grein fyrir veruleika málsins og þreyttust ekki við að berjast gegn helstefnu ráðamanna.

Það var einungis fyrir sleitulausa baráttu afvopnunarsinna að bandarísk stjórnvöld féllust á að hætta að stunda kjarnorkutilraunir í andrúmsloftinu. Fram að því hafði herinn meira að segja staðið fyrir sætaferðum frá Las Vegas út í Nevadaeyðimörkina svo spenntir ferðamenn kæmust sem næst sveppaskýinu.

Allt kalda stríðið kom það í hlut friðarsinna að vera rödd skynseminnar og afstýra draumi herforingjanna um beitingu kjarnorkuvopna. Sú er ennþá raunin.

bunkerÍ árásum Bandaríkjamanna á Júgóslavíu, Afganistan og Írak, sem og í hernaði Rússa í Téténíu, hefur geislavirkum sprengjum og skotfærum verið beitt. Leiðtogar þessara stórvelda þræta fyrir að slíkum vopnum fylgi nokkur akaði umfram hefðbundnar sprengjur og fallstykki. Á sama tíma keppast tæknimenn stærstu herja við að þróa “hagnýtar kjarnorkusprengjur” sem beita má í hernaði.

Draumar herforingjanna eru enn hinir sömu og sjálfsblekkingin er engu minni nú en árið 1955 og niðurlagsorð fréttarinnar minna á nöturlegan hátt á áætlanir ráðamanna í Bandaríkjunum og öðrum forysturíkjum kjarnorkubandalagsins NATO í dag:

Dulles sagði blaðamönnum, að ef víðtæk styrjöld hæfist í heiminum, yrði atómsprengjum tvímælalaust beitt. Sumar nýrri tegundir atómsprengna væru aðeins lítið eitt öflugri en stórar fallbyssukúlur af venjulegri gerð. Þessar sprengjur hafa verið reyndar ýtarlega í tilraunum í Nevada eyðimörkinni.

Stefán Pálsson,
sagnfræðingur og formaður SHA

Varnarsamningurinn og NATO

By Uncategorized

Vigfús Geirdal eftir Vigfús Geirdal

Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar þingmannasambands NATO, fyllir þann meirihlutahóp íslenskra fjölmiðla- og stjórnmálamanna sem treysta ekki marg-áréttuðum yfirlýsingum bandarískra stjórnvalda um að ábyrgjast öryggi Íslands og ekki heldur þeim skuldbindingum sem aðildarríki NATO hafa gengist undir. Svo sem kunnugt er virðast „sýnilegar loftvarnir“ vera helsta sáluhjálparatriði þessa þverpólitíska hóps.

Því var slegið upp í Morgunblaðinu á dögunum að Össur hefði mjög látið til sín taka á vorþingi þingmannasambands NATO og þrýst á um að bandalagið beitti sér fyrir því að viðunandi niðurstaða næðist í samningaviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnarmál. Og fengist ekki botn í þetta mál þá var Össur á því (hugmyndin mun komin frá Lettum) að NATO tæki að sér eftirlit og varnir í lofthelgi hér á landi, rétt eins og annarra ríkja sem ekki hafa her eða nægilegan búnað til að sjá um það sjálf.

Það er sorglegt til þess að vita að Össur virðist ekki hafa haft hugmynd um um hvað hann var að tala, hvorki um forsendur varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna né eðli og hlutverk NATO.

Varðandi fyrra atriðið, að NATO hlutist til um samningaviðræður Íslands og Bandaríkjanna, sagði Össur: „Þá vísaði ég til þess að tvíhliða samningurinn er ekki bara einkamál okkar og Bandaríkjanna, heldur segir beinlínis að hann sé gerður fyrir hönd NATO og hann er gerður að tilstuðlan þeirra.“

Hér vísar Össur væntanlega annars vegar í fyrstu grein varnarsamningsins frá 1951 þar sem segir að Bandaríkin muni fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins … gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í samningnum. Hins vegar á Össur við þann hluta 7. greinarinnar sem kveður á um að hvor þjóðin geti (eftir að hafa tilkynnt hinni þar um) farið þess á leit við ráð NATO að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda hernaðaraðstöðu á Íslandi og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna hvort varnarsamningurinn gildi áfram.

En Össur virðist þá jafnframt gleyma, viljandi eða óviljandi, tveimur grundvallaratriðum: Í fyrsta lagi þeim fyrirvörum sem Íslendingar settu við inngönguna í NATO. Í öðru lagi samkomulagi Íslendinga við Bandaríkjamenn 6. desember 1956.

Sérstaðan og varnarsamningurinn
Þegar varnarsamningurinn er metinn er nauðsynlegt að hafa í huga þá sérstöðu sem Íslendingar mörkuðu sér er þeir gerðust stofnaðilar að NATO vorið 1949. Semsé að þeir hefðu engan eigin her, gætu hvorki né myndu lýsa yfir stríði á hendur nokkurri þjóð og myndu ekki heimila erlendan her á landi sínu á friðartímum (Alþýðuflokksmennirnir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson áttu stóran þátt í því að þessir fyrirvarar voru settir).

Það var sameiginlegur skilningur íslenskra og bandarískra stjórnvalda að Ísland hefði þær einar skuldbindingar gagnvart Nató að leggja til svipaða aðstöðu, ef til ófriðar drægi, eins og landið hafði veitt í síðari heimsstyrjöld (sjá m.a. tilkynningu ríkisstjórnar Íslands í Mbl. 7. maí 1951).

Þegar þetta er haft í huga ætti flestum að vera ljóst að varnarsamningurinn var skammtímaráðstöfun, gerð í skugga Kóreustríðsins. Samningamönnum Íslendinga virðist hafa verið mest í mun að ráða þjóðernislegum uppruna bandarísku hermannanna, takmarka fjölda þeirra og geta sagt samningnum upp í samræmi við upphaflega fyrirvara.

Varnarsamningurinn var m.ö.o. „ill nauðsyn“ og ráðamenn héldu því að þjóðinni að uppsagnarferlið (skv. 7. greininni) hæfist strax og friðvænlegar horfði í heiminum. Og í samræmi við það lögðu allir þingmenn Alþýðuflokksins fram þingsályktunartillögu vorið 1953, strax að lokinni Kóreustyrjöldinni, um brottför hersins, tillögu sem þingmenn Framsóknar gerðust síðan meðflutningsmenn að og samþykkt var á Alþingi 28. mars 1956.

Þessi þingsályktun varð síðan eitt helsta stefnumál vinstri stjórnarinnar sem mynduð var 1956. Kjarni þeirrar stefnu var eins og segir í lok 7. greinar varnarsamningsins að „meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa” muni Ísland „sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði“.

Össur Skarphéðinsson veit að sjálfsögðu eins og flestir aðrir að ekkert varð úr áformum vinstri stjórnarinnar að láta herinn fara. En hann virðist ekki vita, fremur en svo margir aðrir, að þessu máli lauk með grundvallarbreytingu á varnarsamningnum.

Samkomulagið 1956
Ekki einasta hunsuðu báðir aðilar, Íslendingar og Bandaríkjamenn, samráð við NATO í samningaviðræðunum sem fram fóru árið 1956. Viðræðunum lauk með samkomulagi 6. desember 1956 sem af Íslands hálfu var undirritað af Alþýðuflokksmanninum Guðmundi Í. Guðmundssyni, þáverandi utanríkisráðherra.

Kjarni þessa samnings hljóðar svo: „Að 6 mánaða frestur sá sem um ræðir í 7. gr. varnarsamningsins hefjist þegar önnur ríkisstjórnin tilkynnir hinni þar um.“ (sjá m.a. Mbl. 7. maí 1956). Í stað samráðsins við NATO skyldi koma fastanefnd skipuð að jöfnu Íslendingum og Bandaríkjamönnum.

Samkvæmt orðanna hljóðan er eins og Íslendingar hafi aðeins slegið uppsagnarferlinu á frest þar sem málið var statt þegar viðræðum var hætt. Fréttaskýrendur stórblaðsins New York Times túlkuðu þetta á þá leið að héðan í frá væri varnarsamningurinn eingöngu tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna (sem hvor aðilinn um sig gæti sagt upp einhliða), NATO hefði verið „þurrkað út“. Í höfuðstöðvum NATO var sagt að þetta samkomulag væri bæði „áfall og ávinningur“ (sjá Mbl. 5. maí 1956).

Bjarni Benediktsson setti spurningarmerki við þetta og fékk ekki skýr svör utanríkisráðherra. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnir þessara landa hafa aldrei leitað samráðs NATO-ráðsins þegar þær hafa rætt framtíð Keflavíkurstöðvarinnar. Það var t.a.m. ekki gert í viðræðum Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, við fulltrúa Clintonstjórnarinnar haustið 1993, þegar Bandaríkjamenn gáfu fyrst til kynna að þeir vildu draga megnið af herafla sínum á brott héðan.

NATO skrifræðisbákn án hers
Hvað sem öllu þessu líður þá er það ýmislegt sem formaður Íslandsdeildar þingmannasambands NATO þarf að vita um þetta varnarbandalag.

Í fyrsta lagi að þótt þar gildi „einn fyrir alla og allir fyrir einn“ þá eru sum aðildarríki bandalagsins jafnari en önnur. NATO er ekki sjálfstæð stofnun sem getur sett Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar sem eins konar yfirþjóðlegt vald. Bandaríkin ráða þar þvert á móti nokkurn veginn því sem þau vilja.

NATO er bandalag Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Bandaríkin leggja til bæði hernaðarmáttinn og fjármagnið að langmestu leyti. Jafnvel það fé til styrktar hernaðarframkvæmdum einstakra aðildarríkja (t.d. Bandaríkjahers hér á landi) sem sagt er koma úr svokölluðum mannvirkjasjóði NATO er að stærstum hluta bandarískt fjármagn.

Í öðru lagi þá er NATO allajafna eins konar „sofandi risi“ eða „ósýnilegar varnir“. Á friðartímum er það aðeins hernaðarlegt skrifræðisbákn án nokkurs hers (nema tveggja lítilla, táknrænna hersveita).

Yfirburðir Bandaríkjanna í NATO sjást vel í hernaðarlegu skipuriti bandalagsins. Það er ekki aðeins svo að yfirhershöfðingjar helstu herstjórna bandalagsins eru bandarískir heldur eru bandarískir herforingjar settir yfir foringja hinna aðildarríkjanna á öllum lægri stjórnunarstigum.

En eins og áður greinir þá er þetta aðeins kerfi í viðbragðsstöðu sem fer í gang ef til ófriðar kemur. Og komi til þess þá fara allir herir annarra NATO-ríkja (nema Frakklands) undir stjórn Bandaríkjanna.

Þegar Jones yfirhershöfðingi Evrópuherstjórnar NATO (SACEUR) kom hingað til lands nýlega þá var farkostur hans flugvél merkt Bandaríkjastjórn, enda maðurinn dagsdaglega yfirhershöfðingi herafla Bandaríkjanna í Evrópu (CINCEUR). Dettur nokkrum í hug að Jones NATO-hershöfðingi hafi lofað að tala máli Geirs (og Össurar) við Jones æðsta yfirmann Bandaríkjahers í Evrópu (Keflavíkurstöðin heyrir undir hann)?

Össur Skarphéðinsson og þeir aðrir sem að undanförnu hafa beint sjónum sínum til NATO í von um stuðning ættu að gera sér grein fyrir að það er útilokað að bandalagið geti eða vilji hafa áhrif á ákvarðanir Bandaríkjanna um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar. Enn fráleitara er að ætla að NATO sem slíkt hafi einhverjar forsendur til að taka að sér „sýnilegar“ varnir á Íslandi.

Þeir ættu jafnframt að átta sig á því að þær „ósýnilegu“ varnir sem felast annars vegar í loforðum Bandaríkjastjórnar um að ábyrgjast varnir Íslands og hins vegar í aðildinni að NATO eru margfalt mikilvægari en fjórar úrsérgengnar orrustuþotur þótt sýnilegar séu.

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

By Uncategorized

Ã?sland-Palestína -Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí, til að mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers á Gaza og sýna samstöðu með mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar.

Ávörp flytja Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður og Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Fundarstjóri verður Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.

Tónlist flytja hljómsveitin Llama og KK, en tónlistaratriðin hefjast hálftíma á undan mótmælafundinum eða kl. 17:00.

Fjölmennum, og látið sem flesta vita!!

Frekari upplýsingar: www.palestina.is

Kröfurnar fundarins eru:

Stöðvið stríðsglæpina!
Ísraelsher burt úr Palestínu!
Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar!
Niður með múrinn!
Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna!
Frjáls Palestína!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

By Uncategorized

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30

Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár liðin síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp úrskurð um ólögmæti Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa í hertekinni Palestínu, skyldu Ísraelsstjórnar til að brjóta hann og fjarlægja og að bæta íbúunum það tjón sem hann hefur valdið. Þar var líka kveðið á um skyldu allra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna til að fylgja því eftir að Ísraelsríki hlíti úrskurðinum. Sú skylda nær líka til Íslands.

En sem fyrri daginn lætur Ísraelsstjórn eins og hún sé hafin yfir lög og rétt. Bygging Aðsklinaðarmúrsins á Vesturbakkanum heldur áfram og síðustu vikur hafa okkur borist óhugnanlega fréttir af árásum Ísraelshers á óbreytta borgara og samfélagsstoðir á Gaza svæðinu. Áköll berast til umheimsins frá ísraelskum og palestínskum friðarsamtökum, mannréttindasamtökum, kirkjufélögum og fleirum um að allir sem ekki geta látið sér á sama standa um örlög stríðshrjáðs fólks í Palestínu mótmæli af krafti framferði Ísraelshers.

Félagið Ísland-Palestína hefur ákveðið að svara kallinu og boða til útifundar á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl 17:30 til að mótmæla stríðsglæpunum í Palestínu og sýna samstöðu með íbúum herteknu svæðana. Dagskrá auglýst síðar. Fjölmennum og látum sem flesta vita!!

Kröfurnar fundarins eru:
Stöðvið stríðsglæpina!
Ísraelsher burt úr Palestínu!
Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar!
Niður með múrinn!
Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna!
Frjáls Palestína!

www.palestina.is

Um ástandið í Palestínu, sjá grein Sveins Rúnars Haukssonar: Hvað getum við gert til að stöðva stríðgslæpi Ísraelshers í Palestínu?

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

By Uncategorized

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli

Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á Gaza undanfarið, árásum og handtökum á kjörnum fulltrúum Palestínumanna og aðför Vesturlanda að lýðræðislega kjörinni stjórn í Palestínu. Stefnt er á að halda mótmælin fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli.

Frekari fréttir af dagskrá og staðfest tímasetning birtast fljótlega.

Sjá nánar á www.palestina.is

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

By Uncategorized

16e595d57e03a486371fÞann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til landsins í einkaheimsókn með fjölskyldunni.

Prof. Chossudovsky hefur skrifað margar bækur á sviði alþjóðamála, þ. m.t. um hnattvæðingu, um Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, stríðið gegn hryðjuverkum ofl. Hann hefur m. a. unnið sem ráðgjafi fyrir Sameinuðu Þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, skrifað fyrir vefritið ,,Centre for Research on Globalization” (sjá globalresearch.ca), auk þess að ritstýra tímaritinu Global Outlook.

Chossudovsky féllst á að halda erindi og ræða við fréttamenn aðeins einn dag, þann 11. júlí. Erindi hans nefnist ,,The Geostrategical Aspects of the US War on Terrorism” þar sem m. a. verður fjallað um hættuna á stríði gegn Íran. Upphaflega var gert ráð fyrir að erindið yrði haldið á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, en vegna sumarfría verður það haldið á vegum Gagnauga – vefrits um alþjóðastjórnmál (sjá: gagnauga.is) í Norræna húsinu 11. júlí n.k. kl. 20:30.

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

By Uncategorized

6. ágúst 2006 Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst

Sameinaða friðar- og réttlætishreyfingin,United for Peace and Justice , er stærsta bandalag friðarsamtaka í Bandaríkjunum, stofnuð haustið 2002. Okkur hefur borist eftirfarandi orðsending frá þessum samtökum:

Gegn kjarnorkuvopunum! Gegn stríði!
Stöðvum stríðsgróðann! Styðjum frumbyggja!

Dagana 6. og 9. ágúst, þegar við minnumst kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí, krefjumst við þess að endir verði bundinn á stríðið í Írak, mótmælum hverskyns áformum um árásir á Íran og Norður-Kóreu og krefjumst kjarnorkuafvopnunar um allan heim.

Að þessu sinni hvetjum við til mótmæla við skrifstofur Bechtel, sem er það fyrirtæki sem græðir mest allra fyrirtækja á kjarnorku. Jafnframt verði höfð uppi mótmæli við kjarnorkustöðvar hvarvetna. Sextíuogeinu ári eftir að Bandaríkjastjórn lét drepa tugi þúsunda almennra borgara með því að varpa kjarnorkusprengjum á tvær þéttbyggðar borgir viljum við að afhjúpa hræsnina og tvískinnunginn í kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og mótmæla þeim bandarísku fyrirtækjum sem hagnast á kjarnorkuvopnakapphlaupinu og stríðinu í Írak.

Sameinuðu þjóðirnar hafa líka lýst 9. ágúst sem alþjóðlegan dag frumbyggja. Frumbyggjar hafa oft þurft að taka á sig þann umhverfisvanda sem fylgir kjarnorkuframleiðslu. Í Bandaríkjunum hafa amerískir frumbyggjar mátt þola það að landi þeirra hefur veri rænt til að koma upp kjarnorkustöðvum, starfrækja úrannámur og framkvæma tilraunasprengingar. Bandarísk stjórnvöld halda áfram áætlunum um að koma geislavirkum kjarnorkuúrgangi fyrir við rætur Yucca-fjalls í Nevada, við helgistað Shoshone-indjána. Þannig eru tengjsl á milli útbreiðslu kjarnorkuvopna og yfirgangs gagnvart frumbyggjum.

Bandaríkin er eina landið sem hefur notað kjarnorkuvopn. Meðan stríð og hernám halda áfram í Írak og Afganistaa kyndir ríkisstjórn Bush undir kjarnorkuvandamál varðandi Íran og Norður-Kóreu. Og á sama tíma vinnur þessi ríkisstjórn að framleiðslu nýrra kjanorkuvopna og uppbyggingu kjarnorkuvera heima fyrir. Við segjum: Gegn kjarnorkuvopnum! Gegn stríði! Gegn stríðsgróðafyritækjum! Stöndum með sjálfræði frumbyggja um allan heim!

Af hverju Bechtel?

Fyrirtækið Bechtel er það fyrirtæki sem mest græðir á stríðinu í Írak jafnframt því sem það hagnast mjög á hnattvæðingunni. Í andstöðunni við Bechtel geta hinar ýmsu hreyfingar sameinast, friðarhreyfingin, hreyfingin gegn kjarnorku og alþjóðlega réttlætishreyfingin eða hreyfingin gegn hnattvæðingu, eins og hún er líka kölluð. Gegnum tengsl sín við stjórnvöld í heila öld er Behctel dæmigert fyrir stríðsgróða og fyrir tengslin milli kjarnorkuframleiðslu og útbreiðslu kjarnorkuvopna, milli „frjálsra viðskipta“ og arðráns á frumbyggjum og milli fyrirtækja og ríkisstjórna. Frekari upplýsingar varðandi þetta er að finna hér.

Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.August6.org.

Varðandi upptalningu þeirra hreyfinga sem geta sameinast í mótmælum gegn Bechtel getum við hér á Íslandi að sjálfsögðu bætt umhverfisverndarhreyfingunni við.

Nánari upplýsingar um Bechtel í íslensku má finna hér. Sjá einnig vefsíðu Bechtel og Fjarðaáls.

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

By Uncategorized

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga hefur sent frá sér greinargerð vegna þessara viðræðna. Sjá hér.

Þess er líka rétt að geta að í dag eru liðin 65 ár síðan bandarískur her steig á land á Íslandi. 1. október á hann að vera farinn. Við ætlumst til að þá verði hann alfarinn, að herstöðin verði endanlega lögð niður og herstöðvasamningnum verði sagt upp og í framhaldi af því segi Ísland skilið við Atlatnshafsbandalagið.