All Posts By

Stefán Pálsson

Félagsfundur MFÍK

By Uncategorized

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á Gaza og Vesturbakkanum.

Kræsingar í Friðarhúsi

By Uncategorized

KokkurHinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst kl. 19 og boðið verður upp á stutt skemmtiatriði.

Þrátt fyrir þenslu og óðaverðbólgu í samfélaginu kostar maturinn sem fyrr litlar 1.000 krónur.

Matseðillinn er á þessa leið:

Grænmetissúpa
indverskur kjúklingapottréttur
hrísgrjón
jógúrt raitha
naanbrauð

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

* * *

Enn er minnt á Suðurnesjaferð SHA, sunnudaginn 1. okt. Um er að ræða rútuferð frá Friðarhúsi kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar undir leiðsögn.

Æskilegt er að sem flestir skrá sig með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is til að auðvelda skipulagningu.

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

By Uncategorized

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er að ræða:

1. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál.

2. Samningur milli ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku og lýðveldisins Íslands um brottflutning Bandaríkjahers frá tilteknum varnarsvæðum og mannvirkjum á Íslandi og um skil þeirra svæða og mannvirkja til Íslands.

3. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför.

Við munum fjalla um þessar niðurstöður innan skamms en í fljótu bragði virðist vera ljóst að Samtök herstöðvaandstæðinga munu hafa nógu að sinna eftir sem áður auk þeirrar almennu friðarbáráttu sem þau munu áfram sinna.

Við minnum á dagskrá SHA á næstunni:

Föstudagskvöldið 29. september verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Máltíðin kostar aðeins 1.000 krónur en matseðillinn er á þessa leið: Grænmetissúpa, indverskur kjúklingapottréttur, hrísgrjón, jógúrt raitha og naanbrauð.

Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari dagskrá kynnt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja óformlegt erindi um ýmsa þætti er varða sögu herstöðvarinnar á Miðnesheiði og herstöðvamálið. Í framhaldinu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður miðnefndar SHA. (ATH. var áður auglýst mið. 27. sept.)

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

By Uncategorized

gegn nato Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag:

Aðalfundur Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi haldinn í Tryggvaskála 23. september 2006 fagnar því að Bandaríkjaher er á förum frá Íslandi og skorar á stjórnvöld að endurnýja ekki varnarsamninginn við Bandaríkin og að ganga úr NATO svo Ísland verði aftur frjást og óháð eins og heitið var 1918.

Fundurinn mótmælir því að Bandaríkjaher verði leystur undan þeim skyldum sínum að hreinsa eftir sig og mótmælir þeirri eftirgjöf sem ríkisstjórnin viðhefur í samningagerðinni. Fundurinn leggur til að eignir hersins á Miðnesheiði verði þjóðnýttar í þágu atvinnuuppbyggingar á svæðinu.

Ein helsta ógn við öryggi okkar nú – og ljótasti bletturinn á utanríkisstefnu landsins – er skilyrðislaus stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn í Írak. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga þann stuðning til baka áður en meira illt hlýst af.

Sagan öll

By Uncategorized

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Umræður og kaffi.

Dagskrá næstu daga

By Uncategorized

imagesÞað er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna.

Föstudagskvöldið 29. september verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Máltíðin kostar aðeins 1.000 krónur en matseðillinn er á þessa leið: Grænmetissúpa, indverskur kjúklingapottréttur, hrísgrjón, jógúrt raitha og naanbrauð.

Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari dagskrá kynnt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja óformlegt erindi um ýmsa þætti er varða sögu herstöðvarinnar á Miðnesheiði og herstöðvamálið. Í framhaldinu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður miðnefndar SHA. (ATH. var áður auglýst mið. 27. sept.)

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

By Uncategorized

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn – og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir – ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku.

Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist.

Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð – það er að segja þau sem ekki voru brennd.

Einar Ólafsson

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins – ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

By Uncategorized

Frá Hafnarfjarðarkirkju

Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond Helmick S. J. Jesúitaprestur og alþjóðlegur sáttasemjari til fjölda ára hafa þróað og beitt árangursríkum aðferðum til sáttaumleitana á átakasvæðum m.a. á Balkanskaga, Norður-Írlandi og í Landinu helga. Föstudaginn 22. september n.k. munu þeir flytja röð fyrirlestra á ráðstefnu sem Kjalarnessprófastsdæmi og Hafnarfjarðarkirkja standa að um friðarstarf og sáttaferli í safnaðarheimilinu Strandbergi. Ráðstefnan hefst kl.09:45 með stuttri helgistund í Hafnarfjarðarkirkju en heldur svo áfram kl.10:00 í Hásölum Strandbergs. Fyrst verður kynning á félagslegu sáttaferli (social healing) en síðan verður fjallað um fjögur lykilhugtök í félagslegu sáttaferli í máli og myndum, erindum og umræðum: FYRIRGEFNINGU, SÁTTARGJÖRÐ, RÉTTLÆTI og SAMFÉLAG. Auk þess verður horft á ákveðið tilvik, a case study, í friðarferli. Ráðstefnan stendur yfir fram eftir degi en boðið verður upp á hádegismat í Ljósbroti Strandbergs. Ráðstefnan fer fram á ensku en stuttur úrdráttur á íslensku verður fluttur eftir hvern fyrirlestur. Ráðstefnan er haldin í boði prófastsdæmisins og er öllum opin sem láta sig varða málefni hennar.. Óskað er eftir því að þátttaka sé tilkynnt til kirkjuþjóna í síma 555-1295, eða presta í síma 555-4166 eða 862-5877.

Fyrrahaust heimsóttu prestar úr Kjalarnessprófastsdæmi Guðfræðistofnuna í Boston, Boston theological Institute og kynntu sér starfsemi hennar. Ráðstefnan í Strandbergi er ávöxtur af góðu samstarfi sem myndast hefur við stofunina.

www.hafnarfjardarkirkja.is