Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að slík herskip eigi ekki erindi í Reykjavíkurhöfn. Það er óskiljanlegt að Reykjavíkurborg skuli ítrekað hleypa slíkum drápstólum að bryggju.
Einnig mótmælir SHA fallbyssuskothríð rússnesku skipanna sem að sögn var gerð í “virðingarskyni við Ísland”. Við viljum árétta að slíkar seremóníur eru ekki í samræmi við hefðir vopnlausrar þjóðar og að ýmsar aðrar leiðir eru til að sýna Íslandi og Íslendingum virðingu.
SHA