Ályktun um herflugsæfingar

By 05/12/2012 Uncategorized

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag:

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn 2. desember 2012, fagnar þeim áherslum sem fram hafa komið hjá stjórnvöldum í Reykjavík, sem beinast að því að úthýsa herskipum og herflugvélum úr borgarlandinu. Sú stefna borgarstjórnar að Reykjavík skuli ekki vera vettvangur heræfinga er gleðileg og í samræmi við afstöðu meirihluta borgarbúa.

Á sama tíma er illt til þess að vita að ekkert lát sé á herflugsæfingum þeim sem nefndar eru loftrýmisgæsla. Nú síðast hefur utanríkisráðherra haft forgöngu um að fá sænska og finnska flugherinn til þátttöku í slíkum æfingum. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að hætt verði að lána landið til æfinga orrustuflugmanna, sem þess utan eru niðurgreiddar af íslenskum skattgreiðendum.