Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er að sjálfsögðu heimilt að tileinka sér efni þeirra.)
Tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins
Í áratugi hafa áróðursheitin varnarsvæði, varnarlið, varnarbúnaður o.s.frv. tíðkast í umræðu um umsvif og aðstöðu bandaríska hersins á Íslandi. Nú þegar herinn er farinn og blekkingarnar um varnargildi hans öllum ljósar þjóna þessi gömlu áróðursheiti ekki hagsmunum neinna lengur (annarra en þeirra sem falsa vilja söguna). Landsfundur SHA, haldinn 24. nóvember 2007, fer því þess á leit við fréttastofu RÚV að hún leggi þessa málnotkun af og noti í staðinn hlutlaus orð s.s. setulið, herstöðvar og herstöðvasvæði um þessi fyrirbrigði en tengi það hvorki vörnum né öryggi.