Ályktun gegn stríðsæsingum

By 07/11/2005 Uncategorized

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð gegn Afganistan og gegn Írak. Fjöldamorðin voru einnig notuð til að réttlæta skerðingu á mannréttindum almennra borgara, pyntingar og langvarandi varðhald á föngum án dóms og laga, og stóraukin vígbúnað. Engar sannanir voru lagðar fram um tengsl Afgana eða Íraka við fjöldamorðin 11. september 2001.

Nú hóta Bandaríkin að beita valdi gegn Sýrlandi og Íran eða beita viðskiptalegum þvingunum gegn almenningi þessara landa. Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma hótanir Bandaríkjastjórnar gegn Sýrlandi og Íran og vara við nýjum lygum til að réttlæta ofbeldi gegn þessum löndum og íbúum þeirra. Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld leggi fram þær sannanir um ábyrgð Afgana á fjöldamorðunum 11. september 2001, sem þau lögðu til grundvallar ákvörðun sinni að styðja árásir gegn þessu landi.