Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á öll tengsl milli alþjóðaflugvallar Íslendinga í Keflavík og veru erlends setuliðs á Miðnesheiði. Íslendingar hafa fulla burði til þess að reka flugvöll án styrkja frá erlendu herveldi.
Fundurinn bendir á að einfaldasta og besta lausnin á þessu milliríkjadeilumáli íslenskra og bandarískra stjórnvalda er að Íslendingar segi upp hinum svokallaða varnarsamningi frá 1951 og erlent herlið hverfi héðan úr landi innan 18 mánaða.
SHA