Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

By 03/10/2011 Uncategorized

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn fundur um ákveðið umræðuefni: Nýja NATO og Ísland. Framsögu hafði Stefán Pálsson formaður SHA og að henni lokinn voru umræður. Stefán fjallaði einkum um „nýju stríðin“ eftir lok Kalda stríðsins, Bosníustríð, Kososvostríð, Afganistanstríð, Íraksstríð og Líbíustríð, öll nema Íraksstríð háð undir forustu NATO. Mest ræddi hann Líbíustríðið. Afstöðu Íslenskra stjórnvalda sagði hann þar vera jafn óboðlega og í Íraksstríðinu. Össur Skarphéðinsson vísar til þess að hafa haft þingmeirihluta fyrir stuðningi sínum án þess að nokkurn tíma væru greidd um hann atkvæði. Íslendingar dragast inn í ný og ný stríð án þess að vera spurðir.

Umræður urðu mjög líflegar þó að fundurinn væri fremur fámennur.

Að loknum umræðum var gerð grein fyrir starfi deildarinnar síðustu tvö ár og kosin stjórn. Hana skipa nú:

Þórarinn Hjartarson
Jósep Helgason
Guðrún Þórsdóttir

Varamenn:
Andrea Hjálmsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir