Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

By 27/03/2008 Uncategorized

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra stjórnvalda um að koma þar upp bandarískri herstöð í tengslum við hið umdeilda gagneldflaugakerfi sem Bandaríkin eru að koma sér upp. Öflug hreyfing hefur myndast gegn þessum áformum og margar sveitarstjórnir á því svæði, þar sem herstöðinni er ætlaður staður, hafa ályktað gegn henni. Brýnt er að andstæðingar þessara áforma í Tékklandi fái sem víðtækastan stuðning.

Húmanistahreyfingin í Tékklandi hefur nú hafið hafið söfnun undirskrifta gegn þessum áformum og er hægt að skrá sig rafrænt á vefsíðinni

http://petice.nenasili.cz/?lang=en

Sjá líka CommonDreams.org.