Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni sem SHA hafa sett á oddinn á liðnum árum, s.s. aðstöðu erlendra hersveita, heræfingar hér á landi o.s.frv. Frumvarpið má lesa ásamt greinargerð hér á vef Alþingis.
Afar brýnt er að SHA bregðist við frumvarpinu. Því verður efnt til almenns félagsfundar í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 7. febrúar kl. 20. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér frumvarpið, mæta og taka þátt í umræðum.