Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

By 18/01/2008 Uncategorized

guantanamo 01 Almenn samstaða virtist vera á Alþingi í gær, 17. janúar, um þingsályktunartillögu um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo. Þingmenn úr öllum flokkum tjáðu sig um hana og voru allir fylgjandi henni. Þetta var fyrri umræða um tillöguna og var henni vísað áfram til utanríkismálanefndar og annarrar umræðu. Tillagan, sem borin er fram af þingmönnum Vinstri grænna, hljóðar svo:

Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað.

Tillöguna með athugasemdum er að finna hér:
http://www.althingi.is/altext/135/s/0107.html

Feril málsins og umræður er að finna hér:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=107