Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

By 03/08/2007 August 7th, 2007 Uncategorized

kertafleyting1

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi kl. 22:30.

Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí og lögð er áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim.

Nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí en þær voru 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er í tuttugasta og þriðja skiptið sem kertum er fleytt á Tjörninni í Reykjavík af þessu tilefni.

Í Reykjavík verður safnast við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Gunnar Hersveinn heimspekingur flytja stutt ávarp áður en kertunum verður fleytt. Fundarstjóri verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður.

Á Akureyri verður safnast saman við Minjasafnstjörnina kl 22:30. Ávarp flytur Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður.

Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.

Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur kertafleytinguna í Reykjavík. Að honum standa:

Félag leikskólakennara.
Friðar og mannréttindahópur BSRB
Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna
Samtök hernaðarandstæðinga
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)