Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

By 05/12/2006 Uncategorized

no bases 01 Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network For The Aboliton Of Foreign Military Bases – No Bases Network) hefur nú komið sér upp nýrri vefsíðu og nýjum vefföngum, www.no-bases.net eða www.abolishbases.org. Nú er í fullum gangi undirbúningur að alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem haldin verður í Quito í Ekvador 5.-9. mars nk. Þetta verður raunar stofnfundur Alþjóðasamtakanna, en þau hafa verið að þróast frá vorinu 2003 eftir innrásina í Írak. Sjá nánar hér.

Nánar verður sagt frá undirbúningi ráðstefnunnar í Quito hér á Friðarvefnum innan skamms, en einnig má fá upplýsingar um hana á no-bases-vefsíðunni.