Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

By 04/12/2006 Uncategorized

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA var haldinn fimmtudaginn 30. nóvember. Rætt var um landsráðstefnu SHA og niðurstöðu hennar, einkum nafnabreytingu, og nálæg verkefni deildarinnar.

Óánægja kom fram með nafnið Samtök hernaðarandstæðinga sem mönnum þykir bera í sér pasifíska afstöðu. Leiðari síðasta Dagfara er skrifaður undir sömu merkjum. Mælist þetta illa fyrir þegar framganga heimsvaldastefnunnar nú um stundir er eins og raun ber vitni sem gefur ástæðu til að skerpa frekar pólitískan (ekki flokkspólitískan) prófíl baráttunnar gegn yfirgangs- og hernaðaröflum okkar daga. Þrír meðlimir deildarinnar sögðu sig úr SHA vegna þessa. Má segja að nærri hafi legið að starf á vegum SHA legðist af fyrir norðan, þótt allir telji málefnin brýn. Það varð þó ekki niðurstaða fundarins heldur fóru fram tilnefningar í stjórn.

Í stjórn Norðurlandsdeildar SHA sitja nú þessir:

Þórarinn Hjartarson formaður, Spítalavegi 17 Akureyri,
thjartar@internet.is
Hallur Gunnarsson, Ásvegi 21 Akureyri,
hallur@thekking.is
Jósep B. Helgason, Hafnarstræti 35, Akureyri

Næsta verkefni samtakanna er að undirbúa Þorláksgönguna Blysför gegn stríði sem gengin hefur verið reglulega á Akureyri síðan jólin 2002.

ÞH