Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum og fjöldi ályktanna samþykktur. Niðurstöður fundarins verða kynntar rækilega á þessum vettvangi á næstunni.
Meðal markverðustu tíðinda má nefna að samþykkt var samhljóða að breyta nafni félagsins. Hið nýja heiti er Samtök hernaðarandstæðinga.
Góður rómur var gerður að nýja nafninu, sem talið er venjast vel og endurspegla prýðilega starf samtakanna og áherslur þeirra.