Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
.Klukkan 14 í dag, föstudag, munu fulltrúar Samtaka herstöðvaandstæðinga mæta á fund Sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, til að fara fram á lögbann á för íslenskra ráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Riga í næstu viku.
Ætla má að á ráðherrafundi þessum verði rætt um skipulag hernaðaraðgerða NATO í Afghanistan, en það er rökstutt mat SHA að hernaðurinn þar í landi stangist á við alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist og undirstöðu almennra mannréttinda, réttinn til lífs, sem tryggður er í íslensku stjórnarskránni.
Lögbannsbeiðnin er rökstudd með vísunum í alþjóðlega mannréttindasáttmála, íslensk lög, dómafordæmi frá hinum Norðurlöndunum og álitsgerð virtra mannréttindasamtaka. Það er von SHA að orðið verði greiðlega við þessari beiðni og þannig komið í veg fyrir þátttöku íslenskra ráðamanna í fundi þar sem ætla má að lagt verði á ráðin um lögbrot
Lögbannsbeiðni (pdf skjal)