Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir sem þar tjáðu sig voru Elías Davíðsson, Þórarinn Hjartarson, Stefán Pálsson og Þórður Sveinsson. Beint tilefni þessara skoðanaskipta var tilkynning um að á landsfundi nk. sunnudag verði lögð fram tillaga um breytingu á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga í Samtök hernaðarandstæðinga (sjá https://fridur.is/safn/501) en þeir Elías og Þórarinn hafa reyndar áður lagt orð í belg um þessi mál (sjá grein Þórarins, „Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?“.
Ritstjóra Friðarvefsins þótti ástæða til að halda þessum skeytum til haga og gera þau aðgengileg á vefnum. Eru þau vistuð á undirsíðunni Um SHA og er slóðin https://fridur.is/um-sha/umraedur1106. Við hvetjum sértaklega þá sem hyggjast mæta á landsfundinn að kynna sér þessar umræður sem og alla aðra félaga SHA og áhugamenn um þau málefni sem SHA hefur látið – eða ættu að láta – til sín taka. Og vilji menn tjá sig frekar um þetta má senda innlegg til ritstjóra á netfangið einarol@centrum.is.
Landsfundurinn verður haldinn í Friðarhúsi sunnudaginn 26. nóvember. Hann hefst með hefðbundnum aðalfundarstörfum kl. 11 en kl. 14, eftir hádegishlé, verður málþing um mengun af völdum hersins og kl. 15:30 verður síðan afgreiðsla ályktana.