N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur:
Kjúklingasalat með austurlensku ívafi
Litlar kjötbollur með heimagerðu remúlaði
Pasta með rækjum
Vatnsmelónusalat með osti
Heimabakað brauð
Kokkar eru Sigríður Kristinsdóttir og Guðrún Bóasdóttir(Systa)
Borðhald hefst kl. 19 en húsið opnar hálftíma fyrr. Máltíðin kostar litlar 1.500 kr.
Það er SHA gleðiefni að upplýsa að Kjartan Ólafsson fv. Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæðinga mun mæta og fjalla um hleranamálið, sem verið hefur mjög í fréttum undanfarna daga. Það er því óhætt að lofa sögulegri samkomu.