Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur Jónasson þingmaður flutti ávarp en fundarmenn báru spjöld og hrópu slagorð þar sem krafist var friðar í Líbanon, að Bandaríkin og Ísrael hætti að drepa og lýstu vanþóknun sinni á „morðingjum heimsins og myrkraverkaher“.
Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir fundinum, sem var ákveðinn með skömmum fyrirvara. Mótmælafundir hafa verið víða um heim undanfarna daga og eru víða boðaðir fundir um helgina og í næstu viku.