Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta sýn ofbeldisverka sinna í Suðaustur-Asíu. Eftir því sem menn áttuðu sig betur á inntaki orðsins minnkaði áróðursgildi þess. Leitað var að nýjum hugtökum. Nú nota árásaraðilar víðsvegar hugtökin „peace operations“, „peace maintenance“ og fleiri friðartengd orð til að lýsa hernaðaraðgerðum sínum, t.d. í Afganistan. “Friðargæsla” þar felst m.a. í því að innrásarher „upprætir“ (les: drepur án dóms og laga) landsmenn sem berjast gegn hernámsliðinu og leppum þess.
Hlutlæg lýsing á á deilumáli felst í því að báðir aðilar að deilunni geta fallist á lýsinguna. Er unnt að lýsa með hlutlægum hætti framferði erlendra herja í Afganistan? Hér er ein tilraun:
„Hersveitir Atlantshafsbandalagsins gerðu árás á sveitarþorp í Suður-Afganistan til að drepa meðlimi Talíbanahreyfingar sem berjast gegn stjórninni í Kabúl.”
Elías Davíðsson
Pacification (source: Wikipedia)
The word “pacification” is most often used as a euphemism for counter-insurgency operations by a dominant military force. It involves eliminating the insurgents, sympathizers with the insurgents, and often some of the local civilian population, in order to crush the resistance to the rule of the occupying or invading force. It has little to do with the ordinary meaning of the word “pacify”, except in the sense that dead people are usually very peaceful.
Sjá einnig grein eftir kanadískan hermann, Patrick Cain, I was trained to kill.