G-8 og hreyfing hreyfinganna

By 29/05/2006 May 30th, 2006 Uncategorized

No G8 Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00

Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem eiga það sameiginlegt að berjast fyrir betri og friðsamlegri framtíð.

Þriðjudagskvöldið 30. maí verður haldinn áhugaverður fundur í Friðarhúsi þar sem rætt verður um baráttuna gegn G8-hópnum. Í kynningu fundarbjóðenda segir:

Árlega hittast leiðtogar átta ríkustu, iðnvæddustu og valdamestu ríkja heims, G-8 ríkjanna.

Síðan 1998 hafa þessir leiðtogafundir mætt andspyrnu hvar sem þeir eru haldnir, en hreyfingin sem berst gegn þeim er öðrum þræði nefnd “hreyfing hreyfinganna”. Mannréttinda- og friðarsamtök, hagsmunasamtök sem berjast fyrir réttindum flóttamanna og félagslegu réttlæti eru meðal þeirra fjölmörgu hópa sem hafa tekið höndum saman og komið sér saman um að koma málefnum sínum á framfæri og berjast gegn kapítalisma, heimsvaldastefnu og hnattvæðingu við þessi tilefni. 2007 verður fundurinn haldinn í Þýskalandi og þegar er skipulagning mótmæla hafin og hópar og einstaklingar eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast.

Hvað er G8? Hvers vegna að mótmæla? Kemur þetta okkur við?

Kynning, kvikmyndir og umræður eftir á. Allir velkomnir.
Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87

Sjá nánar:
http://g8-2006.plentyfact.net
http://www.g8-2007.de