Stjórnarskrárnefnd fundar

By 09/06/2005 Uncategorized

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir í tengslum við endurskoðun stjórnarskárinnar fá færi á að kynna sjónarmið sín. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa tekið mál þetta föstum tökum og lagt fram tillögur að málefnum sem brýnt er að hafa í endurskoðaðri stjórnarskrá.

Helstu atriðin eru þessi:

i) Að bundið verði í stjórnarskrá að óheimilt sé að stofna íslenskan her eða leiða herskyldu í lög.

ii) Að íslenskum stjórnvöldum verði meinað að fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum eða styðja aðra til slíkra verka með beinum eða óbeinum hætti.

iii) Að Ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir umferð og geymslu kjarnorku-, efna- og sýklavopna.

Ætla má að um þessar hógværu tillögur megi ná breiðri og almennri samstöðu meðal íslensku þjóðarinnar.