Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, Alvin og Þorvaldur gera sína víðfrægu og sívinsælu fiski- og sjávarréttasúpu (sem er svo hnausþykk að í raun ætti hún að teljast kássa).
Matseðill:
- Fiskisúpa friðarsinnans
- Grænmetissúpa róttæklingsins
- Brauð
- Eftirréttur
Að borðhaldi loknu mun Ásdís Thoroddsen lesa úr nýútkominni skáldsögu. Húsið opnar að venju kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 2.000. Hjartanlega velkomin.