Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí
Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, upp undir hundrað manns munu hafa komið. Síðan var gengið undir kröfuspjöldum og fánum, rauðum fánum, friðarfánum og palestínska fánanum, út á Hlemm þar sem slegist var í hóp annars göngufólks. Í Ríkisútvarpinu var sagt að í göngunni hafi verið um 400 manns. Þykir okkur herstöðvaandstæðingum orðin völlur á okkur ef fjórði hver maður í göngu verkalýðsfélaganna 1. maí byrjar á að mæta í morgunkaffi í Friðarhúsi. En auðvitað var þessi tala fjarri lagi.